Misskilinn málhópur

Börn sem flytja ung til landsins og börn innflytjenda sem fædd eru á Íslandi, og tala því annað tungumál heima hjá sér deila bæði máleinkennum íslensku sem móðurmáls og einkennum annars máls þegar máltileinkun er seint á ferðinni. Þessi hópur tilheyrir hvorugum málhópnum. Það gerir fullorðnum erfitt að skilja námsþarfir þeirra.
Það getur verið ástæðan fyrir því að ekki eru borin kennsl á þá nemendur sem eru í áhættuhópi á fyrstu stigum læsisþróunar (2. bekkur). Afleiðingarnar eru gjarnan þær að nemendur með annað mál eru of oft greindir með námsraskanir þegar ástæðan er önnur.

„Í langflestum tilfellum eru börn sem hafa lítinn orðaforða og slakan málþroska miðað við aldur á engan hátt skert frá náttúrunnar hendi – þau hafa bara ekki fengið eins mörg og góð tækifæri til að læra orð og málnotkun og hin. Gott máluppeldi þarf til að ná góðum málþroska. Málþroski er mjög háður ílagi, stuðningi fullorðinna og tækifærum til að spreyta sig við krefjandi aðstæður“ (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, munnleg heimild 2. september 2010).

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Alberta Education. (2006).  A review of K-12 ESL education in Alberta. Sótt af: http://www.education.alberta.ca/teachers/program/esl/eslreview.aspx
Calgary Board of Education. (2006). Research proposal: Identifying reading difficulties and evaluating response to intervention on the part of English language learners (ELL) in the Calgary Board of Education, An action research project. Calgary, AB: Author.
Hoff, E., Tian, C.(2005). Socioeconomic status and cultural influences on language Department of Psychology. Journal of Communication Disorders, 38, 271–278.
Roessingh, H. Elgie, S. (2009). Early Language and Literacy Development Among Young English Language Learners: Preliminary Insights from a Longitudinal Study. TESL Canada Journal. 26: 2.

Alberta Education. (2006). A review of K-12 ESL education in Alberta. Available:

http://www.education.alberta.ca/teachers/program/esl/eslreview.aspx

Calgary Board of Education. (2006). Research proposal: Identifying reading difficulties and

evaluating response to intervention on the part of English language learners (ELL) in the Calgary

Board of Education, An action research project. Calgary, AB: Author.

McGinnis, S. (2008, December 9). Strong grasp of mother tongue boosts students. Calgary

Herald, p. B4.