Mikilvægi orðaforða

Af hverju er mikilvægt að kenna nemendum með annað mál orðaforða?
Mikill munur er á orðaforða nemenda við upphaf skólagöngu. Nemendur af erlendum uppruna hafa slakari orðaforða í öðru tungumálinu en jafningjar þeirra sem læra móðurmálið, hins vegar hafa þeir ekki slakari orðaforða samanlagt í báðum málunum sem þeir kunna.

Munurinn á orðaforða nemenda breikkar með tímanum bæði hvað varðar þekkingu á orðum og lestrarfærni. Slíkan mun er erfitt að laga nema gripið sé inn í á áhrifaríkan hátt. Lélegur orðaforði getur verið örlagaþáttur sem liggur að baki slæmu gengi nemenda sem eiga erfitt uppdráttar.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir