Áhrif kennara geta verið mikil

Það viðamikla verkefni að byggja upp góðan orðaforða og lesskilning verður ekki leyst af nýbúakennurum sem eiga að vinna með hvern og einn nemanda. Kennarar geta alls ekki kennt öll þau orð með beinni kennslu svo nemendur þurfa tæki og aðferðir til að læra ný orð sjálfir, til að verða virkir málanemendur.

Tengslin á milli orðaforða og lesskilnings eru talin hafa víxlverkandi áhrif. Að þekkja fleiri orð leiðir til betri lesskilnings á meðan góður lesskilningur og meiri lestur gefur tækifæri til að læra fleiri orð sem aftur leiðir til árangursríks lesskilnings. Hins vegar er erfitt að auka orðaforðann með víðtækum lestri á öðru tungumáli. Aðeins 2% óþekktra orða hafa neikvæð áhrif á lesskilning. Þess vegna er mikilvægt að aðlaga allt námsefni.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir