Kennarar geta greint millimál

Kennarar hafa verið þjálfaðir til að greina millimál nemenda, til að mynda í Hollandi og á Ítalíu.

Greining á millimáli gefur færi á að grípa inn í ferlið til að stuðla að framförum. Greiningin felst í því að safna gögnum um millimál nemenda, bæði villum og atriðum sem sýna rétta málnotkun.

Ekkert eitt rétt svar er til þegar millimál er greint, heldur annað hvort verra eða betra svar. Þó svo að kennarinn sjái ýmsar óvæntar útgáfur í millimáli þá eru þær engin tilviljun. Millimálið fellur yfirleitt í farvegi sem hægt er að átta sig á.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir