Orðaforði og íslenska sem annað mál

Í ljósi þess hve orðaforði skiptir miklu máli í þróun lesskilnings er merkilegt hve fáar rannsóknir hafa verið gerðar sl. 25 ár sem fjalla um hagnýta, árangursríka kennslu í orðaforða fyrir nemendur sem læra annað tungumál. Slíkar rannsóknir eru ekki til á íslensku og fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kennslu á orðaforða íslenskra nemenda. Aftur á móti er mikið til af erlendum rannsóknum á áhrifum kennslu á orðaforða innfæddra nemenda, nóg til að réttlæta að orðaforði sé gerður að grundvallarþætti í lestrarkennslu.

Þrír þættir eru afgerandi samkvæmt þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið á kennslu orðaforða annars máls undanfarin 25 ár. Sameiginleg niðurstaða þeirra er að kennsla orðaforða sé skilvirkust þegar áhersla er lögð á að vinna með dýpri merkingu orðsins, tíðar endurtekningar þess og að það sé notað í mismunandi samhengi.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI
Heimildir