Punktar um ritun

Punktar um ritun (smelltu á hlekkina)

 

Flestum nemendum í erlendum tungumálum reynast ritunarverkefni erfið.

Auka má ritunarhæfni nemenda með því að æfa ritun í skrefum frá stýrðri ritun til meira frelsis.

  • Með stýrðri ritun er átt við gátlista sem leiðbeinir um inntak og matskvarða sem verður mælistika um gæði á ákveðna þætti ritunarinnar.

Til þess að geta skrifað um “eitthvað” verður sá sem skrifar að vita eitthvað um efnið—hafa kynnt sér það og lagt niður fyrir sér hvernig hann vill kynna öðrum það.

  • Ein tegund stýringar er að setja fram lykilspurningar um tiltekið efni sem krefur nemendur um að setja sig í stellingar rannsakanda til að geta svarað þeim.
  • Spurningarnar þurfa að vera opnar og merkingarberandi, t.d. hvað? hvers vegna? hvernig? hvenær?

Mikilvægt er að efnið sem valið er tengist aldri nemenda og  áhuga. Nemendur hafa áhuga á mörgu sem þeir vilja segja frá  og þeir þurfa að læra að virða texta annarra.

Sjá efni um endurgjöf  sem kennsluaðferð í fréttabréfi  Tungumálavers frá því í október 2013