Hugtakið

Markmið: Að nemendur kynnist hugtakinu fjölmiðill?

  • Hvað er fjölmiðill?
  • Hvaða fjölmiðla þekkja nemendur?
  • Eru það prentmiðlar, netmiðlar eða ljósvakamiðlar?

Verkefni:

  • Yngstu nemendurnir halda sig við einfalda útfærslu, t.d. sjónvarpsdagskrána (barnaefni, framhaldsþætti, kvikmyndir) og einn fréttatíma.
  • Segja frá því sem þeir tóku eftir í fréttatímanum, jafnvel teikna mynd og skrifa skýringu.
  • Barnaefni má endursegja, jafnvel bera saman við annað efni, gera myndasögu, o.s.frv.
  • Nemendur geta klippt úr fyrirsagnir, myndir af frægu fólki og flokkað eftir löndum.