Á þessu skólaári mun vefurinn Íslenska sem annað mál halda áfram að þróast. Fyrir tilstilli styrks sem veittur var úr Þróunarsjóði innflytjendaráðs mun efni byggt á nýjum rannsóknum og áralöngu starfi kennara bætast við vefinn á næstu vikum. Leitast verður við að færa kunnáttu sérfræðinga og fræðimanna út í skólana en um leið að safna upplýsingum frá kennurum um hvað virkar og hvað ekki samkvæmt þeirra reynslu.
Kennarar eru hvattir til að skoða efnið sem birtist á vefnum smátt og smátt. Ábendingar um áhugavert efni og tengla eru vel þegnar og er skólafólk hvatt til að taka þátt í mótun þessa vettvangs á netinu.