Söguhringur kvenna;lifandi menning – lifandi tungumál

      

Söguhringur kvenna er fjölmenningarlegt verkefni í Borgarbókasafni unnið í samstarfi við Samtök kvenna af erlendum uppruna. Fyrsta sunnudag í mánuði hittast konur, íslenskar sem erlendar, skiptast á reynslusögum, spjalla og skapa listaverk saman í aðalsafni Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15. Síðustu tvo mánuðina hafa 30-35 konur mætt úr öllum áttum; frá Haiti, Tælandi, Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Hollandi, Hafnarfirði, Angola, Suður-Ameríku, Póllandi, Bandaríkjunum, Serbíu, Kosovo og Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Það er mikinn fjársjóð að sækja í Söguhring kvenna. Hér gefst ríkt tækifæri til að kynnast mismunandi menningarheimum, æfa íslensku, eignast nýjar vinkonur og kynnast starfsemi bókasafnsins. Allar konur hafa orðið og geta tjáð sig í notalegu umhverfi og í skemmtilegum félagsskap.  Hægt er að nálgast upplýsingar um næstu dagskrá Söguhrings kvenna, sem fer fram sunnudaginn 3.apríl hér og nánar um verkefnið hér.

This entry was posted in Fjölmenning, Innflytjendur, Móðurmálið, Skapandi starf, Uncategorized and tagged , , , . Bookmark the permalink.