Short Story Competition

FEKÍ auglýsir smásagnakeppni fyrir grunn- og framhaldsskóla

26. september, á Evrópska tungumáladeginum hefst smásagnakeppni FEKÍ fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þemað fyrir árið 2013 er BLUE.

Skiladagur er 1. desember 2013 og er keppt í fjórum aldurshópum:

  • 6. bekkur grunnskóla og yngri (mega vera teiknimyndasögur)
  • 7.-8. bekkur grunnskóla
  • 9.-10. bekkur grunnskóla
  • framhaldsskóli

Smásagan má vera 2-3 síður að lengd og á að vera skrifuð á ensku.

Þema skal tengjast hugtakinu „blue“.

Hver skóli sendir inn (í mesta lagi) þrjár bestu smásögurnar í hverjum aldurshópi.

Skila á smásögunum til enskukennara skóla eða á netfangið renata.emilsson.peskova hjá reykjavik.is.