1. Gesturinn

Verkefni
Þátturinn sýnir hvernig íslensk fjölskylda tekur á móti Ólafi frænda, sem býr erlendis. Hann er sóttur á flugvöllinn og fær far heim til fjölskyldunnar. Áhersla er lögð á orðaforða sem tengist ferðalögum, kveðjum, kynningum, fjölskyldu, mat, mataráhöldum, útliti og gjöfum. Nemendur læra að spyrja hvað hlutir heita á íslensku, biðja um leyfi og læra tölur frá 1 til 6.

Eftir þennan þátt…

  • Ég kann orðaforða og orðasambönd um almenna kurteisi sem ég get notað við kynningar og almennar aðstæður
  • Ég þekki orð sem lýsa ættartengslum
  • Ég kann að nefna ýmis konar áhöld sem tengjast mat og matargerð
  • Ég get lýst útliti og notað orðaforða um líkamshluta
  • Ég þekki landaheiti nokkurra þjóða