2. Hjá tannlækni

Verkefni
Sigrún missir fyllingu við að tyggja karamellu og þarf að panta tíma hjá tannlækni. Myndbandið sýnir aðstæður þar sem persónuupplýsingar eru gefnar upp. Áhersla er lögð á orðaforða um tannlækni og venjur í tannhirðu. Í kennslustofunni þjálfa nemendur stafrófið og læra orðaforða um klukkuna.

Eftir þennan þátt…

  • Ég kann íslenska stafrófið
  • Ég kann nokkrar tölur
  • Ég get pantað tíma hjá tannlækni
  • Ég þekki orð yfir tennur og tannhirðu
  • Ég veit hvernig maður gefur upplýsingar á borð við heimilisfang, kennitölu og síma
  • Ég kann svolítið á klukkuna