11. Íbúðarleit

Verkefni Flavio er að leita að íbúð. Jón fer með honum. Kona tekur á móti þeim og sýnir þeim íbúðina. Í kennslustofunni læra nemendur orðaforða sem tengist húsnæði, húsgögnum og húsmunum.

Eftir þennan þátt…

  • Ég kann að lesa húsnæðisauglýsingar
  • Ég kann að nefna mismunandi staði á heimilinu
  • Ég kann orð um húsmuni
  • Ég get lýst staðsetningu með orðunum: úti, fyrir utan eða inni í