14. Heimilisstörf

Verkefni Fjölskyldan skiptir með sér heimilisstörfunum og þrífur húsið. Sara kennir systur sinni að þrífa baðherbergið og Sigrún kennir Ólafi á þvottavélina. Í tímanum er farið yfir orðaforða um hreinlætisvörur.

Eftir þennan þátt…

  • Ég kann að nefna hreinlætisvörur
  • Ég kann að fylgja einföldum leiðbeiningum sem tengjast heimilisstörfum