13. Í bakaríi
Sara afgreiðir viðskiptavini í bakaríi þar sem hún vinnur. Kona kaupir brauð og eitthvað sætt. Pabbi kemur með barninu sínu og kaupir meðal annars afmælisköku því barnið hans á afmæli. Í kennslustofunni læra nemendurnir tölur frá einum upp í fjóra í þolfalli, mánuðina, árstíðirnar, að segja frá hversu lengi þau hafa verið á Íslandi, við hvað þau vinna, hvað þau ætla að gera, hvenær þau eiga afmæli, o.fl.
Eftir þennan þátt…
- Ég kann orðaforða um vörur í bakaríi
- Ég kann að fallbeygja tölur frá 1 til 4 í þolfalli
- Ég kann að segja frá því hversu lengi ég hef verið á Íslandi
- Ég get sagt frá sumarfríinu mínu
- Ég get sagt frá áætlum mínum
- Ég kann að nefna mánuðina og árstíðirnar á íslensku
- Ég kann að segja hvenær ég á afmæli