Markmið:
- Að nemendur horfi á kvikmyndir.
- Að greina kvikmyndir og bera þær saman.
- Að leggja mat á hið áhugaverða, sérstæða, skemmtilega, fróðlega, ómögulega . . . í kvikmyndinni sem horft var á.
Skipulag:
Einstaklingsverkefni, paraverkefni – hópverkefni. Hér á vel við aðferðin Einn, tveir og allir.
SÆNSKAR
I Taket Lyser Stjärnerna
http://www.youtube.com/watch?v=xTdG6bO-W5o„I rymden finns inga känslor“ är en komedi om 18-årige Simon som delar lägenhet med sin bror Sam. Simon som har Aspergers syndrom kräver ett fast schema där allt måste vara sig likt vecka efter vecka. Förändringar är något han bara kan hantera i små doser och när allt blir för jobbigt gömmer han sig i sin tvättunna, fylld med lysande stjärnor – han gömmer sig i rymden för där finns inga känslor.
När Sam blir dumpad av sin flickvän och går in i en mindre depression spricker hela tillvaron för Simon. Han ger sig själv i uppdrag att hitta en ny flickvän till Sam, men med sin sociala inkompetens blir det inte enkelt, Simon vet ingenting om tjejer och kärlek…
Sebbe
Sebbe planerade aldrig att bygga en bomb. Det bara blev så. Sebbe är 15 år och bor med sin mamma i en lägenhet som är alldeles för trång. Sebbe gör sitt bästa. Han slår aldrig tillbaka. Men när mamma sviker, sviktar allt.
NORSKAR
Max Manus Virkelighet
DANSKAR
Ábendingar um danskar kvikmyndir frá farkennurum.
Hér eru norskar og danskar stuttmyndir ætlaðar nemendum á aldrinum 10 – 19 ára. Kvikmyndirnar eru 5 – 14 mínútna langar og hægt er að horfa á þær án texta og með texta á upprunamálinu.
Umræðuefni
Er munur á þessum bíómyndum og öðrum myndum sem þú ert vön/vanur að horfa á?
Ef svo er, hvað er ólíkt? Bentu á eins mörg atriði og þú getur.
Finndu greinar um norrænar kvikmyndir eða myndbönd á netinu.
Aflaðu þér upplýsinga frá jafnöldrum á Norðurlöndum um vinsælar kvikmyndir, þarlendar.
Leitaðu í norrænum viku- og dagblöðum að myndum úr bíómyndum og af leikurum frá Norðurlöndunum.
Farðu á bókasafn og leitaðu að upplýsingum um norrænar kvikmyndir, leikstjóra eða leikara.
Klipptu út og gerðu veggspjald.
Veldu þér eina kvikmynd og semdu ljóð, smásögu eða búðu til nýtt umsla á diskinn.