Fjölskyldan

Markmið: Að nemendur geti lýst fjölskyldu sinni og tengslum milli einstaklinga í fjölskyldunni.

  • Segðu frá fjölskyldu þinni og jafnvel hvaða hlutverki hver gegnir á heimilinu.
  • Hvernig er verkaskiptingin?
  • Hver eru tengsl við afa, ömmu, frænda, frænku?
  • Hvernig búa afi og amma, langafi og langamma?

Verkefni: Hver nemandi getur útbúið litla úrklippubók um sig og sína fjölskyldu.

  • Inntak: Kynning á eiganda úrklippubókarinnar: nafnið mitt, hverjir eru í fjölskyldunni, áhugamál mín…
  • Efni: Myndefni að heiman, eigið líf og reynsla.
  • Vinnulag: Bekkurinn vinnur saman í hópum og sem heild að því að setja fram hugmyndir að inntaki og útfærslu. Hver nemandi útbýr svo sína eigin úrklippubók með myndefni að heiman.
  • Kaflaskipti: Ein síða fyrir hvert efni. Persónuleg útfærsla, myndefni og útlit.
  • Tími: Tveggja til þriggja vikna verkefni sem unnið er bæði í skólanum og heima.