Íþróttin mín

Markmið: Að vekja athygli nemenda á íþróttaiðkun í nánasta umhverfi þeirra.

  • Stundar þú og/eða fjölskylda þín einhverjar íþróttir? Hverjar?
  • Hvaða íþróttagreinar höfða helst til þín? Hvers vegna?
  • Áttu eftirlætisíþróttamann? Hver er hann / hún?
  • Hvaða íþróttir eru einkennandi fyrir hvert Norðurlandanna?
  • Hvaða aðrar íþróttir eru vinsælar á Norðurlöndum – í hverju landi fyrir sig?

Verkefni:

  • Nemendur búa til lista yfir íþróttagreinar, sem þeir þekkja og annan yfir íþróttamenn frá Norðurlöndum.
  • Hægt er að fá hugmyndir úr dagblöðum, íþróttablöðum, vefsíðum og munnlegum heimildum að heiman.
  • Nemendur finna myndir og búa til veggspjald með nokkrum nöfnum, e.t.v. flokkað eftir íþróttum, og skrá helsta árangur og hvenær hann náðist.