Atvinnulíf

 • Hverjir eru helstu atvinnuvegir á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Grænlandi, Færeyjum, Finnlandi?
 • Er munur á atvinnulífi fólks í t.d. Norður- eða Suður-Noregi eða Norður- eða Suður-Svíþjóð?
 • Í hverju er hann fólginn?

 

Í hvaða löndum tengir þú þessi vörur og vörumerki? Hvers konar vörur eru framleiddar undir hverju merki?

Volvo, Saab, Scania, Freja, Bang & Olufsen, Maarud, Dansukker, timbur, dagblaðapappír, eldspýtur, smørrebrød, Ecco, Danfoss, Marel, Nokia, Kosta – Boda, Arabia, Tuborg, skinka, OTA-matvörur, Nidar- Bergene, Marimekko?

 • Hvað segja þessar vörur um atvinnuvegi hvers lands?
 • Hverjar eru helstu náttúrauðlindir Norðurlandanna?
 • Hvernig tengist framleiðsla þessara vörutegunda náttúruauðlindum hvers lands?
 • Hvers konar vörur eru framleiddar á Íslandi?

Hvaða starfsheiti tengir þú: 

 • iðnaði,
 • bönkum (t.d. bankastjóri, gjaldkeri, ritari),
 • fiskveiðum,
 • landbúnaði,
 • viðskiptum,
 • heilbrigðismálum,
 • menntamálum,
 • Alþingi,
 • opinberri þjónustu t.d. réttarkerfinu o.s.frv.?

 • Finndu hver starfsheiti foreldra þinna eru á einhverju Norðurlandmáli.
 • Hvaða reglur eru til um hvaða störfum unglingar mega sinna?
 • Hversu langur má vinnutíminn vera fyrir hvern aldur?
 • Hvernig samræmist þetta reglum í öðrum löndum?
 • Hver er réttur þinn til að fá atvinnu á Norðurlöndunum?

Hver Norðurlandanna eru þekkt fyrir

 • siglingar,
 • olíuvinnslu,
 • málmgrýti,
 • fiskveiðar,
 • landbúnað,
 • iðnað,
 • hönnun,
 • skógarhögg,
 • pappírsvinnslu,
 • timburiðnað?

Eru þessir atvinnuvegir eitthvað bundnir landshlutum eða breiddargráðum?

Þessi verkefni henta vel sem samskiptaverkefni á hvaða skólastigi sem er.

Upplýsingum safnað saman og þær birtar öðrum nemendum í vefsíðu, á bloggsíðu eða wikisíðu með skjákynningum (PowerPoint), myndaalbúmi (Bookr eða Flickr Toys), blaði (Glogster), uppsláttartöflu  eða myndbandi.