Atvinna

Markmið: Að kynna sér helstu atvinnuvegi staðarins og starfsheiti sem þeim fylgja.

  • Á hverju lifir fólk á þessum stað?
  • Hvers konar störf fæst það við?
  • Hver eru áhugamál íbúanna?

Verkefni:

Í hverju eru störfin fólgin? – Hlutverkaleikur eða skjámyndakynning (má taka upp á myndband eða búa til skjámyndakynningu og birta á vefnum).

Teiknið eða takið myndir af íbúum sveitarfélagsins við leik og störf – hvert er hlutverk hvers og eins í samfélaginu? Setjið skýringartexta undir myndirnar. Útbúið veggspjald eða í myndaalbúm í t.d. Bookr eða Flicker til að birta afraksturinn.

Sendu slóðina á wiki síðu bekkjarins eða til samskiptabekkjar og fáðu sambærilegar upplýsingar í staðinn.