Rannsóknir og sköpun

Markmið:

 • Að nemendur vinni viðameira yfirlit yfir umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Norðurlöndin á tilteknu tímabili.
 • Að nemendur kanni hvaða efni er efst á baugi á hverjum tíma?
 • Að nemendur geri sér grein fyrir hvaða fólk er mest í sviðsljósinu og hvers vegna?

Hópvinna:

Hver hópur/einstaklingur getur tekið fyrir ákveðið svið eða landssvæði. Notið hugmyndaflugið og vinnið úr upplýsingunum. Hver hópur/einstaklingur gerir munnlega grein fyrir sínu viðfangsefni og niðurstöðum.

Hópar bera saman og gera tölulega úttekt á því hvaða lönd hljóta mesta umfjöllun.

Verkefni:

 • Hver hópur/einstaklingur kannar hvaða fólk og málefni eru mest í sviðsljósinu?
 • Á hvaða hátt eða í hvaða samhengi er fjallað um hin einstöku lönd?
 • Nemendur skoða blöð/tímarit (tískublöð, unglingablöð, ferðabæklinga, íþróttablöð) og bækur með viðtölum og greinum um og eftir unglinga.
 • Hvaða mynd gefa þessir miðlar af unglingum viðkomandi lands?

Samskiptabekkir skiptast á blöðum sem helst eru lesin og eru vinsælust. Nemendur skiptast á frumsömdum blöðum við samskiptabekk.

Blað fyrir unglinga.

 • Hvernig á það að vera?
 • Hvaða efnisþættir?
  Hver á að skrifa/gefa út slíkt blað?
 • Nemendur útbúa beinagrind að slíku blaði, s.s efnisyfirlit, fyrirsagnir, ákveða hlutfall milli mynda og texta.
 • Setja saman óskablaðið með því að klippa út og skeyta saman allt það besta í myndefni og textum sem nemendum kemur í hug. Enn betra ef þeir semja, teikna og taka myndirnar sjálfir.
 • Búið til blað fyrir unglinga á Norðurlöndum út frá hugmyndum hér að ofan. Það verður auðvitað að skrifa á dönsku, norsku eða sænsku.

Heimildir

 • Andrés önd, Tinni, aðrar teiknimyndasögur, tölvunet.
 • Fjölmiðlar líðandi stundar; dagblöð, netmiðlar, tímarit (íslensk og norræn), ljósvakamiðlar.
 • Tískublöð, unglingablöð, íþróttablöð, netmiðlar og ferðabæklingar.