Rannsóknarverkefni

Markmið: Að nemendur geri könnun á ferðamennsku í heimabyggð.

  • Koma margir erlendir ferðamenn í heimabyggð þína og hvað gera þeir þar?
  • Hverju sækjast þeir eftir?
  • Hvernig er landslagi og atvinnulífi háttað?
  • Hverju ertu stolt(ur) af í byggðarlagi þínu eða landinu þínu?
  • Hvað býður umhverfið upp á að þú gerir með þeim ef þeir koma í heimsókn?

Hópverkefni

Undirbúið heimsókn. Skipuleggið skoðunarferðir.

  • Hvað ætlið þið að segja þegar þið farið með gestunum ykkar í skoðunarferð?
  • Hvernig skiptið þið með ykkur leiðsögn í skoðunarferðinni?
  • Hvaða ráðstafanir þarf að gera fyrirfram (húsnæði, fæði, ferðir, kostnaður)?

Orðaforði og málnotkun

  • Búðu til lista yfir nauðsynleg orð og setningar sem þú veist að þú þarft örugglega að nota.
  • Æfðu þig í því að segja þær upphátt og við félaga þína í skólanum.