Svona erum við – hvernig eruð þið?

Í þessu verkefni er möguleiki á að velja ákveðna þætti til vinnu í kennslustund, eða vinna það sem stærra verkefni og þá til lengri tíma. Hér má nefna samskiptaverkefni með unglingum innanlands eða við unglinga erlendis.

Markmið: Að nemendur kynnist sjálfum sér betur og geri sér grein fyrir því sem er líkt og ólíkt hjá jafnöldrum annars staðar – innanlands og utan.

Tíska

  • Hvernig er tískan í þínum bekk?
  • Hvað ræður henni?
  • Í hvers konar fötum líður þér best?
  • Hafa auglýsingar áhrif á þig?
  • Hvers konar auglýsingar hafa áhrif á þig?
  • Á hvaða hátt?
  • Hvað af fötum þínum er framleitt á Norðurlöndunum?

Verkefni:

  1. Hver nemandi í bekknum skráir hjá sér þessar upplýsingar.
  2. Upplýsingunum er safnað saman og þær flokkaðar eftir löndum.
  3. Hver einstaklingur gerir tillögu að einni síðu í tímarit bekkjarins.