Markmið:
- Að nemendur verði vaktir til vitundar um í hvert er heimaland persóna í sögum sem þeir hafa lesið.
- Að nemendur segi frá og ræði bækur og persónur í sögum sem þeir þekkja.
- Að nemendur heyri hvernig persónurnar tala á eigin tungu.
Verkefni:
Nemendur skoða myndir af þekktum skáldsagnapersónum
Jón Oddur og Jón Bjarni
Lína langsokkur
Einar Áskell
http://www.youtube.com/watch?v=ivVV3lEGCR4
Múmínálfarnir
- Hvað vita þeir um þessar persónur?
- Hvert er heimaland hennar/þeirra?
- Hvaða bækur hafa þeir lesið eða hlustað á?
- Hvaða bækur finnst þeim skemmtilegar? Hvers vegna?
- Hvaða bækur finnst þeim óhugnanlegar? Hvers vegna?
Verkefni
Nemendur segja frá sögum og sögupersónum sem þeir þekkja og leika stutt atriði úr einhverri uppáhaldssögu.