Markmið: Að nemendur geri sér grein fyri hvað það er í nærumhverfinu sem þeir tengjast tilfinningaböndum.
- Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn?
- Gerðu grein fyrir honum í orðum.
- Lýstu staðnum eins og hann kemur þér fyrir sjónir.
- Hvers vegna er hann uppáhaldsstaðurinn þinn?
- Ef hann er ekki of langt í burtu getur þú tekið af honum mynd.
Verkefni:
Hver nemandi setur mynd af uppáhaldsstaðnum sínum í möppuna sína.
Allir nemendurnir útbúa stutta skjámyndakynningu af uppáhaldsstaðnum.
Nemendur útbúa sameiginlegt veggspjald eða vefsíðu með öllum uppáhaldsstöðunum sem yrði grundvöllur fyrir landkynningu. Nýta má hugmyndina Komdu með til Frankfurt og setja myndir af eftirlætis stöðunum á sameiginega myndaasíðu.
Verkefnið getur verið bæði þröngt og vítt. Takmarka má það við skólann, heimabyggðina, eða þá að allt landið er haft í huga.
Nýttu þér síðuna Norðurlönd fyrr og nú sem heimild og til að fá góðar hugmyndir.