Hvað er það að vera Íslendingur?

Markmið: Að nemendur reyni að gera sér grein fyrir hvaða þættir það eru sem þeir telja að geri okkur að Íslendingum: fólkið,  tungumálið, sagan, fiskur, saltur sjór, orkugjafar, hugvit. . .

„Íslendingurinn ég“ (hvers saknaðir þú ef þú flyttir frá landinu og hvað finnst þér helst vanta á eða í landið, o.s.frv.)

Útbúðu klippimynd, þar sem þú setur saman mynd af því sem þér þykir best á Íslandi.

Á myndinni geta komið fram þeir staðir sem þér líkar best að vera á, þeir Íslendingar sem þér finnst dæmigerðastir fyrir landið, myndir af íþróttafélaginu þínu, o.s.frv.

Skrifaðu það sem þér dettur í hug, þegar við hugsum um dæmigerðan Íslending.

Hver og einn í bekknum gerir það sama.

Búið til hugarkort þar sem öllu er safnað saman og sett á veggspjald.

Hvað er það að vera Dani, Svíi, Norðmaður, Finni, Grænlendingur, Færeyingur og Sami? Hvaða hugmyndir hefur þú um dæmigerðan Dana, . . .?

Fáðu hugmyndir frá síðunni Norðurlöndin mín.

Samskiptaverkefni

Nemendur hafa samskipti við jafnaldra sína á norðurlöndunum og biðja um hugmyndir þeirra um hvernig það er að vera dæmigerður Dani, Norðmaður, o.s.frv.

Nemendur bera saman hugmyndir sínar við þær upplýsingar sem þeir hafa aflað sér frá öðrum.

Nýttu þér Nordisk Projektbank – for læse-, skrive- og sprogprojekter til að finna samstarfsaðila.

Öll verkefnin eru til á hinum norðurlandamálunum.