Kvikmyndasýning

Markmið: Að vekja athygli nemenda á áhugaverðum norrænum kvikmyndum.

1. Sýnd er ein norræn, leikin kvikmynd.

2. Ef myndin byggir á bók – má kynna bókina fyrir nemendum með því að nemendur.

  • lesa bókina í heild eða hluta hennar
  • hlusta á hana
  • bera bókina saman við myndina

3.  Hvert er viðfangsefni myndarinnar: ást, spenna, afbrot, vísindi, framtíðarspá, sagnfræði?

4.  Hvaða atriði er skemmtilegast/hefur mest áhrif?

  • Gerið auglýsingu um myndina með því að teikna ákveðið atriði eða ákveðna persónu úr henni.
  • Útbúið „Vissir þú“ lista um efni myndarinnar og persónur. (Vissir þú að X er sonur Y o.s.frv.)

Kannast nemendur við einhverja af leikurunum úr öðrum myndum eða þáttum í sjónvarpi?

  • Hvaða myndir / þættir eru það?
  • Hvert er viðfangsefni þeirra?

Hvaða norrænar bíómyndir þekkja nemendur?

  • Hverjar þeirra hafa nemendur séð í bíó eða sjónvarpi?

Hvaða norrænar myndir eða þættir eru sýndar í sjónvarpinu í þessari viku?

Hvaða norrænar kvikmyndir eru sýndar í kvikmyndahúsum um þessar mundir?

Hér eru góðar kvikmyndir fyrir allan aldur sem danskir farkennarar hafa mælt með.

Og svo auðvitað…

Olsen-gengið

Bróðir minn Ljónshjarta

http://www.youtube.com/watch?v=E1y5Viz2EsA

Ronja Ræningjadóttir

Emil í Kattholti

http://www.youtube.com/watch?v=mX5ZyizP3lY

  • Gúmmi Tarzan
  • Saltkråkan
  • Lína Langsokkur/Pippi
  • Mio min Mio