Íslenska

Markmið

  • að auka þekkingu og skilning nemenda á sameiginlegum uppruna þjóðanna, sameiginlegum menningararfi, líkum þjóðfélögum og miklu samstarfi þjóða í milli.

  • að efla vitund nemenda um norræn áhrif í umhverfi okkar Íslendinga.

  • að ýta undir löngun nemenda til samskipta við frændþjóðir okkar.

  • að gera tilgang með námi í norrænum málum augljósari.

  • að auka aðgengi og skilning nemenda á gagnaöflun í víðum skilningi, þjálfa nemendur í öflun upplýsinga úr heimildum og hvernig á að vinna úr þeim.