Aðbúnaður

Markmið: Að nemendur geri sér grein fyrir hverju þarf að huga að til að gestunum líði sem best.

  • Hvar eiga gestirnir að sofa?
  • Hvað eiga gestirnir að borða og hvar?
  • Hvers konar fatnað ráðleggur þú þeim að taka með sér?
  • Hvað viltu að þeir viti um heimabyggðina áður en þeir koma?
  • Hvaða mál þarftu að tala við Norðurlandabúa?
  • Hvernig heilsar þú og býður gestinn velkominn og hvernig kveður þú?

Verkefni:

  • Skipuleggðu tveggja daga heimsókn jafnaldra frá Norðurlöndum, jafnt stráka sem stelpna.
  • Er undirbúningur að heimsókn annar að sumri en vetri?
  • Búðu til matseðil og dagskrá – á íslensku og á tungumáli gestanna.
  • Skipulegðu skoðunarferðir og kvöldvöku: hvað ætlið þið að gera, hvað viljið þið að gestirnir geri og sjái?