Ferðalangurinn

Markmið:

  • Að vekja áhuga á Norðurlöndum og ferðalögum til þeirra.
  • Að vekja nemendur til umhugsunar um hve mikilvægt er að undirbúa sig vel undir ferðalög.

Undirbúningsvinna – könnun á þekkingu nemenda

  • Hvað veistu um hvert land fyrir sig?
  • Hvaða skilríki þarftu til að komast til Norðurlanda?
  • Hvernig kemstu þangað – hvaða farartæki standa til boða?
  • Hvaða kostnaðarliðum má reikna með ef Norðurlöndin eru heimsótt?
  • Hvaða farartæki eru notuð innan lands og milli Norðurlandanna?
  • Hvert viltu helst fara með bekknum þínum?
  • Hvað þarftu að vita áður en þú leggur af stað?
  • Á hvaða árstíma viltu helst fara?
  • Hvernig er veðrið þá?
  • Hvaða fatnaður er hentugur?
  • Hvernig viltu helst nota tímann? Er munur á því eftir árstíðum?
  • Hvaða mynt þarftu? Hvert er gengi hennar miðað við íslenska krónu? Nýttu þér Myntbreyti á heimasíðum banka.

Viðfangsefni er varða undirbúning ferðar, raunverulegrar eða ímyndaðrar

Hópvinna: 3-4 manna hópar.

  • Hver hópur dregur sér land til umfjöllunar
  • Nemendur skrá hjá sér það sem hópurinn veit sameiginlega um einhverja eftirfarandi þátta:
    • Höfuðborg (stærð, staðsetning, íbúar o.fl.)
    • Tungumál – hvaða orð og setningar er nauðsynlegt að kunna?
      • á flugstöð
      • á lestarstöð
      • á veitingahúsi
      • í skemmtigarði
      • á götuhorni o.fl.
    • Merkilegir staðir (söfn, sýningar o.fl.)
    • Skemmtilegir staðir (skemmtigarðar, dýragarðar o.fl.)
    • Peningar (gjaldmiðill, gengi, verðlag á mat, gistingu, ferðalögum, afsláttarkort í lestir, söfn o.fl)
    • Matur (veitingahús, kaffihús o.fl.)
    • Götulíf
    • Frægt fólk
    • Sjónvarp
    • Ferðamöguleikar innanlands (ferjur, lestir o.fl.)
    • Verslanir
    • Atvinnuvegir
    • Landslag – náttúruperlur

Heimildir

Efni af opinberum heimasíðum ríkis og sveitarfélaga, heimasíðum dagblaða, ferðamála, o.s.frv.

Myndefni frá Norðurlöndunum.

Frásagnir nemenda eða annarra sem hafa verið búsettir á Norðurlöndum.