Fjölmiðlar

Markmið:

  • Að nemendur beri saman hve framsetning efnis  er ólík eftir miðlum.
  • Að nemendur beri saman framboð efnis í ljósvakamiðlum eftir löndum.

  • Hversu marga fjölmiðla geta nemendur nefnt
  • Hvaða fjölmiðlar eru algengastir á íslenskum heimilum?

  • Nemendur fletta í gegnum dagblöðin/netmiðla og gera lista yfir efni frá Norðurlöndum og flokka á einfaldan hátt.
  • Nemendur klippa út fyrirsagnir og taka saman upplýsingar um fólk.
  • Nemendur gera samanburð á fréttaflutningi einstakra fjölmiðla á sama atburði eftir því sem tilefni gefst til.
  • Nemendur bera saman sjónvarpsdagskrá eins og hún birtist í íslensku dagblaði annars vegar og hins vegar í norrænu blaði/netmiðli: – Er lengd dagskrár svipuð? Eru sömu þættir á dagskrá? Er hlutfall barna og unglingaefnis í dagskránni svipað?
  • Nemendur bera saman bíóauglýsingar á Íslandi og öðrum Norðurlöndum og e.t.v. auglýsingar frá leikhúsum, sbr. midi.is.
  • Berið saman texta í fjölþjóðaútgáfum myndasagna, t.d. Andrés önd (íslenska, danska, sænska og norska útgáfan) og Tinna.