Markmið: Menningarmiðlun: siðir og venjur.
- Þessar hugmyndir má nýta fyrir sérhvert Norðurlandanna.
- Skipta má nemendum í hópa og hver hópur dregur sitt land ef tilefni gefst til.
- Nemendur geta gengið út frá eigin reynslu þegar fjallað er um þjóðhátíðardaginn.
- Markmiðið er að færa þjóðhátíðardaginn inn í skólastofuna og nemendur vinna einir eða í hópum.
- Hvenær eru þjóðhátíðardagar Íslendinga og annarra Norðurlanda?
- Hvers vegna höldum við daginn hátíðlegan? En aðrir?
- Hvaða aðrir dagar eru merkisdagar hér á landi? (Sjómannadagurinn, nýársdagur, sumardagurinn fyrsti).
- Teiknaðu fánana.
- Lærðu eitthvert ættjarðarljóð, skrifaðu það niður, myndskreyttu.
- Segðu frá því sem gert er á þjóðhátíðardaginn.
- Hvernig er íslenski þjóðbúningurinn?
- Útbúin er stuttmynd af þjóðhátíðardeginum.
- Hver þátttakandi fær ákveðið hlutverk þegar hópurinn hefur ákveðið í sameiningu hvað á að vera á myndinni.
- Leikræn tjáning. Nemendur setja þjóðhátíðardaginn á svið með upplestri ljóða, leikþáttum, söng eða hljóðfæraleik.