Hlutir í nærumhverfinu

Markmið: Að vekja athygli nemenda á hve mikið af varningi í umhverfi okkar er af norrænum uppruna.

Einstaklingsverkefni

  • Nemendur finna, í samvinnu við foreldra sína, a.m.k. 3 hluti, vörur eða tæki, sem eru framleidd eða hönnuð á Norðurlöndum og notuð eru á heimilinu. Ekki gleyma fatnaði og pakkavöru.
  • Hlutirnir/vörurnar eru flokkaðar eftir löndum. Nemendum er skipt í hópa, hver hópur vinnur með eitt land og setur upp sýningarsvæði með yfirskriftinni „sænska heimilið“, „finnska heimilið“ o.s.frv.

Paraverkefni – rannsóknarverkefni

  • Tveir og tveir nemendur vinna saman og búa til „Vissir þú lista“, t.d. „Vissir þú að Nokia síminn þinn kemur frá Finnlandi?“ (matvörur, sælgæti, hreinlætisvörur, hljómflutningstæki, húsgögn, glervörur, bílar, fatnaður)
  • Nemendur búa til spurningar og spyrja fólkið á götunni um vörur og vörumerki frá Norðurlöndunum. (Spurning dagsins).
  • Nemendur kynna „Vissir þú listana“ og líma viðtöl með myndum á veggspjöld.