Markmið: Að vekja yngstu nemendurna til meðvitundar um þekkingu sína á Norðurlöndunum.
Verkefni:
- Nemendur koma með einhvern hlut tengdan Norðurlöndunum og segja frá honum. Það getur verið póstkort, myndir, ferðabæklingar og minjagripir.
- Nemendur segja sögu t.d. frá lestarferð, skemmtigarði, dýragarði, skógar- eða strandferð og sýna myndir frá þessum stöðum.
- Sett er upp myndasýningu af þeim stöðum sem bekkjarfélagarnir hafa heimsótt (ekki gleyma að Ísland er líka eitt Norðurlandanna).
- Hvaða Norðurlönd hafa félagarnir heimsótt?
- Hvaða tungumál eru töluð þar?
- Hvaða orð kunna nemendur?
- Hvernig eru fánarnir?