Markmið: Menningarmiðlun
Að nemendur kynnist þætti Norðurlandabúa í kvikmyndasögu heimsins.
Verkefni
Undirbúðu kynningu á einum leikstjóra eða leikara.
Reyndu að sjá einhverja bíómynd þess leikstjóra eða leikara.
Fáðu lánaða norræna mynd, horfðu á hana heima og segðu bekknum frá í stuttu máli um hvað hún fjallar, hver er leikstjóri og hverjir leika.
Sýndu brot úr myndinni.
Frá bók til kvikmyndar
Veldu bíómynd sem byggir á bók. Horfðu á myndina og lestu bókina. Berðu svo saman.
- Hvað er t.d. í bókinni, sem ekki er í myndinni og öfugt.
- Finnst þér aðalpersónurnar vera líkar þeim sem lýst er í bókinni?
- Gefðu dæmi. (þetta verkefni nær yfir lengri tíma en eina viku og mætti nota í samþættingu við íslensku).
Kennarar ættu að geta valið þau verkefni sem henta í hvert skipti. Verkefni má vinna í hópum, tveir og tveir eða einstaklingsbundið.
Hverrar þjóðar eru/voru: Liv Ulmann, Erik Gustavson, Ingmar Bergmann, Ingrid Bergman, Carl Th. Dreyer, Bille August, Gabriel Axel?
Hvað hafa þau unnið sér til frægðar?
Flettu upp nöfnunum: Susanne Bier, Paprika Steen, Lone Scherfig, Leif Magnusson, Joachim Trier, Anne Sewitsky, Jens Lien og Ragnar Bragason.
Finndu eina kvikmynd sem sá/sú sem þú velur hefur annað hvort leikið í eða leikstýrt. Hvað finnst þér?