Markmið: Að nemendur kynnist þeim ytri táknum norrænu þjóðanna.
Umræður um þjóðhátíðardaginn:
- Hvers vegna höldum við hann hátíðlegan?
- Hvenær eru þjóðhátíðardagar á öðrum Norðurlöndum og hvers vegna?
Einstaklingsvinna
- Nemendur læri þjóðsönginn.
- Nemendur velji að læra (lesa og myndskreyta) einn þjóðsöng annarra Norðurlandaþjóða.
- Nemendur hlusta á þjóðsöngva frá hinum Norðurlöndunum.
Hópvinna
Hver hópur á að sjá um eitt land.
Þeir vinna verkefni þar sem eftirtaldar upplýsingar koma fram: þjóðsöngurinn, fáninn, þjóðbúningar, hvernig haldið er upp á þjóðhátíðardagurinn.
Framsetning efnis:
Leikræn tjáning, upplestur, vinna sett fram á veggspjaldi, útbúin er frétt í dagblað fréttabréf eða á myndbandi.
Gestir eru fengnir frá hverju landi til að segja frá siðvenjum.
Útbúa má útvarps- eða sjónvarpsþátt þar sem talað er við einn fulltrúa frá hverju Norðurlandanna og þeir bera saman bækur sínar.
Hvað er líkt og hvað er ólíkt hjá þjóðunum á þjóðhátíðardegi þeirra?
Aðrir merkisdagar
- Hvaða upplýsingar getur þú fundið um eftirfarandi daga?
- Hvers vegna menn halda upp á þá og hvernig?
- Er það mismunandi eftir löndum?
- Eru einhverjir siðir tengdir þessum hátíðum, sem ekki þekkjast hér á landi?
Jónsmessa (Skt.Hans), Valborgarmessa, verslunarmannahelgi, páskar, áramót,
afmæli, sumardagurinn fyrsti, Lúsíuhátíð.