Markmið: Að nemendur vinni stutt verkefni þar sem þeir kanna nánasta umhverfi og aðstæður og kynni afraksturinn með skýrslu og/eða munnlegri kynningu.
- Hve margir nemendur eru í skólanum þínum?
- Hve margir eru í þínum árgangi?
- Hve margir eru í bekknum þínum? (Hve margir strákar, hve margar stelpur?)
- Hvenær byrja börn að ganga í skóla á Íslandi?
- Í öðrum löndum?
- Hvað eru þau lengi í skóla á daginn?
- Hvað gera þau eftir skólatíma?
- Hvernig verja nemendur frítíma sínum (s.s. helgum og skólaleyfum)?
- Er það misjafnt eftir löndum?
- Er það misjafnt eftir því hvort búið er við sjó, í sveit eða í borginni?
- Hvernig er félagslífi í skólanum háttað?
- Hvers konar starfsemi er boðið upp á í félagsmiðstöðinni?
- Hvar hittast unglingar sem ekki eiga aðgang að félagsmiðstöð?
- Hvað gera þeir saman?
- Hver eru helstu áhugamál jafnaldranna?
- stelpna
- stráka
- sameiginleg
- flokkaðu eftir landshlutum eða löndum.
Verkefni:
- Taktu viðtöl við nemendur sem hafa ólík áhugamál.
- Taktu viðtal við einhvern sem skarar fram úr í íþróttum, tónlist, myndlist, ritlist.
- Átrúnaðargoð: Hvers konar átrúnaðargoð eru mest áberandi? Íþróttafólk, leikarar, tónlistarmenn?
- Er mismunur eftir kynjum/löndum/landshlutum?
- Hvað fylgir því að vera goð? Hvaða áhrif hafa átrúnaðargoð, bein og óbein, á tísku, viðhorf, skoðanir, ábyrgð?
- „Kæra dagbók…“ Skrifaðu um einn dag í lífi þínu.