Markmið:
- Að nemendur lesi.
- Að nemendur velji sér lesefni með því að lesa kynningu aftan á bókinni.
- Að nemendur læri að mæla með bókum sem þeir hafa lesið.
Nemendur fá í hendur lista með titlum valinna höfunda.
- Nemendur fara með höfundalista á bókasafnið og athuga hvaða bækur eru til eftir tiltekinn höfund.
- Nemendur kynna öðrum bækur sem þeir hafa lesið eða hlustað á.
- Nemendur greini hvert er viðfangsefni bókarinnar; ást, stríðni, ráðgátur, ævintýri?
Verkefni:
Lestrarrall haldið í samráði við skóla- eða almenningsbókasafn.
Lestrarrall felst í því að nemendur lesa ákveðinn bókafjölda/blaðsíðufjölda á tilteknum tíma og gera síðan stuttlega grein fyrir efninu, t.d. með því að stofna Bókaorm fyrir hvern hóp.
Norrænir höfundar sem eiga verk í íslenskri þýðingu eru til á flestum bókasöfnum.
Vinsældalisti:
- Hvaða bók lásu flestir í rallinu?
- Hvaða höfundur var vinsælastur?
- Hvert er efni vinsælustu bókanna?
Kvikmyndasýning:
Nemendur horfta á myndgerð einhverrar góðrar sögu? Sjá kaflann um norrænar kvikmyndir.
Viðbótarverkefni:
- Að kynnast áhugaverðum unglingabókahöfundi og að útbúa kynningu á höfundi og ritum hans.
- Að hvetja nemendur til að setja saman sögur, ævintýri og ljóð, s. s. um skólalífið, ástina, ástarsorgina og samskipti við annað fólk á ýmsum aldri.