Sveitarfélagið

Markmið: Að nemendur geri sér grein fyrir stöðu sveitarfélagsins innan kjördæmis eða landsins í heild.

Afrakstur:

  • Viðtöl við fulltrúa í stjórnsýslu, þjónustu og atvinnulífi.
  • Myndbönd – hljómbönd.
  • Útvarpsþáttur – sjónvarpsþáttur.
  • Dagblað – veggblað – vefsíða.

Áherslur:

Hvað eru nemendur ánægðir með í sveitarfélaginu og hverju vilja þeir breyta?
Hafa nemendur skoðun á landnýtingu, umhverfisvernd eða nýjum atvinnuháttum innan sveitarfélagsins?

Verkefni:

  • Búið til kynningarmyndband eða kynningarblað sem síðan er sent til samskiptabekkjar innan lands eða utan, (skólinn, áhugamál, atvinnulíf eða saga). Tengja má tungumálakennslu.
  • Horfið á sveitarfélagið með augum skáldsins og/ eða sagnfræðingsins.
  • Lesið ljóð, þjóðsögur, ævintýri og frásagnir tengdar sveitarfélaginu og örnefnum þess.
  • Einnig má kynna nemendum þjóðtrú og hulduverur út frá staðháttum og lestri þjóðsagna tengdar hverju byggðarlagi.
  • Hvers konar verur, bústaðir þeirra, lífshættir, eiginleikar, útlit og hvernig var samskiptum manna og vera háttað.
    • Hvers konar verur eru þekktar á svæðinu?
    • Hvernig eru bústaðir þeirra og lífshættir?
    • Hverjir eru eiginleikar og útlit þeirra?
    • Hvers eðlis eru samskipti manna og vera?
  • Ómennskar verur eru mismunandi eftir landshlutum og löndum.
  • Í þjóðtrú Norðurlanda er að finna verur eins og nornir, búálfa, hafmeyjar og fossbúa.
  • Vert er að benda á möguleika á því að nemendur veiti samskiptabekk upplýsingar um þá þjóðtrú sem tengist heimabyggðinni og fái í staðinn upplýsingar um annars konar verur.

Heimildir:

Bókasafn skólans og staðarins
Byggðasaga
Hagtölur mánaðarins frá Hagstofa Íslands
Sögur og sagnir tengdar átthögum
Viðtöl við foreldra, ættingja, nágranna…
Uppgötvun nemandans á eigin umhverfi