700-800. Víkingaferðir hefjast
Um 870. Haraldur Hákonarson hárfagri leggur undir sig smákonunga og sameinar Noreg undir sinni stjórn.
Um 900-1000. Haraldur blátönn konungur Dana kristnar Dani og leggur Noreg undir sig
969-1000. Ólafur Tryggvason, Ólafur I, varð konungur Noregs 995-1000.
995-1030. Ólafur Haraldsson helgi var konungur 1016-1029. Hann tók þátt í árásum víkinga á brúna í London, London Bridge. Ólafur varð þjóðardýrlingur Noregs.
1028-1035. Knútur mikli (f. 994) varð konungur Noregs. Hann var einnig konungur Danmerkur og Englands.
1045-1066. Ríkisár Haralds konungs harðráða. Hann féll við Stamford Bridge í Yorkshire á Englandi þegar hann réðist á England með 10.000 menn og 300 skip árið 1066.
1100-1200. Heimildir nefna stafkirkjur í þorpinu Vogum. Stafkirkjur voru byggðar fram til 1400.
1184.  15. júní sigraði Sverrir Sigurðsson Magnús konung og gerðist konungur yfir Noregi. Hermenn hans voru kallaðir Birkibeinar.
1262. Eftir langar og blóðugar deilur gengust Íslendingar Noregskonungi á hönd.
1263. 2. október hratt Alexander III Skotlandskonungur árás Hákonar konungs IV við Largs.
1397.  20. júní sameinuðust Danmörk, Svíþjóð og Noregur undir einum þjóðhöfðingja í Kalmarsambandinu. Sambandið spratt af tengslum konungsætta landanna til að sporna við vaxandi áhrifum Þjóðverja á Eystrasalti. Sambandið hélst til ársins 1523.
1472 Orkneyjar voru hluti af Noregi til þessa árs.
1523 Kristjáni II var steypt af stóli í Danmörku eftir borgarastríð. Hann var gerður útlægur og föðurbróðir hans varð Friðrik I konungur Danmerkur og Noregs.
1537. Siðaskiptin Noregi.
Um 1600-1700. Héraðsstjóri í Varda brenndi yfir 70 konur lifandi fyrir galdra.
1627.  Werner Olsen arkitekt endurbyggði stafkirkjuna í Vogum. Fáeinar flísar úr upprunalegu kirkjunni voru notaðar.
1814. 17. maí var stjórnarskrá Noregs undirrituð og gerði hún ráð fyrir takmörkuðu einveldi. Danmörk lét Noreg af hendi við Svíþjóð.
1825.  9. október stigu fyrstu norsku vesturfararnir um borð í seglskútuna Restaurationen.
1828. Henrik Ibsen fæddist 20. mars. Hann varð eitt fremsta leikskáld heimsins og lést 1906. Meðal verka hans eru Pétur Gautur, Hedda Gabler, Villiöndin, Þjóðníðingur og Afturgöngur. „Versti óvinur sannleika og frelsis meðal okkar er hinn þétti meirihluti. Já, þessi bölvaði, þétti, frjálslyndi meirihluti, það er hann! Þá vitið þið það,“ segir Stockmann læknir í Þjóðníðingi.
1838. Norski fiðluleikarinn Ole Bull heimsótti Memphis en hvítir heimamenn vildu frekar hlusta á fiðluleik þrælanna.
1841-1912. Norski læknirinn G.H. Hansen uppgötvaði örverurnar sem valda holdsveiki.
1843.  15. júní fæddist morska tónskáldið Edvard Grieg (d.1907). Best þekkta verk hans er svítan Pétur Gautur.
1859. 4. apríl fæddist norski rithöfundurinn Knut Hamsun. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1920. Meðal þekktustu skáldsagna hans eru Sultur, Gróður jarðar, Viktoría og Pan. Eftir síðari heimsstyrjöldina var hann háaldraður og nær heyrnarlaus hnepptur í fangelsi og látinn sæta geðrannsókn fyrir meintan stuðning við Þjóðverja sem hernámu Noreg. Hann skrifaði bókina Grónar götur um þá reynslu sína. Kvikmynd var gerð um ævi hans 1997.
1867. Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen.
1879. Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen.
1882. Þjóðníðingur eftir Henrik Ibsen.
1903. 15. desember lagði breska þingið 15 ára bann við hvalveiðum við Noreg.
1903. Norski landkönnuðurinn Roald Amundsen lauk siglingu sinni um norðvesturleiðina á endurbættum síldveiðibát.
1905. 26. október undirrituðu Norðmenn og Svíar samning um aðskilnað. Norðmenn kölluðu Karl prins frá danmörku til konungs, hann varð Hákon konungur VII.
1907. 14. júní fengu norskar konur kosningarétt.
1911.  Roald Amundsen komst fyrstur manna á Suðurpólinn 14. desember rétt á undan Robert F. Scott.
1920. Sovétmenn sömdu við Norðmenn um leyfi til að hefja námuvinnslu á Svalbarða.
1940.  Franskar og breskar hesveitir stigu á land í Narvik í norður Noregi.
1940.  9. apríl hertaka Þjóðverjar Noreg í seinni heismsstyrjöldinni og gera Vidkun Quisling að leiðtoga landsins.
1942-43. Á valdatíma stjórnar Quislings voru 767 Gyðingar sendir til Auschwitz. Talið er að um 1,100 Gyðingar hafi flúið til Svíþjóðar og skriffinnar stjórnarinnar gerðu upptækar eigur 1,179 Gyðingafjölskyldna og 71 fyrirtæki Gyðinga.
1945. Vidkun Quisling var dæmdur til dauða 10 september fyrir samstarf sitt með nasistum. Orðið „quisling“ fékk merkinguna svikari í norsku.
1946-1953. Norðmaðurinn Trygve Lie var aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
1947. Norski mannfræðingurinn Thor Heyerdahl sigldi með fimm öðrum mönnum frá Perú á balsamviðarflekanum Kon Tiki. Þeir voru 101 dag á leiðinni yfir Kyrrahaf til Polýnesíu. Tilgangurinn var að sanna að Indíánar frá Perú hefðu getað numið land í Polýnesíu.
1981. Gro Harlem Brundtland verður forsætisráðherra Noregs.
1986. Eftir að íhaldsríkisstjórn sagði af sér varð Gro Harlem Brundtland aftur forsætisráðherra og skipaði 8 konur sem ráðherra í 18 manna ríkisstjórn sína.
1989.  Norðmaðurinn Trygve Haavelmo fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði.
1989-1990. Jan P. Syse (d.1997) forsætisráðherra í íhaldsríkisstjórn.
1990.  158 manns fórust í eldsvoða á ferju á leið frá Noregi til Danmerkur
1993. Um haustið undirrituðu Ísraelsmenn og PLO friðarsamkomulag í Osló. Samkynhneigðum leyft að ganga í hjónaband. Norðmenn hætta hrefnuveiðum.
1994. 17. vetrarólympíuleikarnir haldnir í Lillehammer. Aðild að Evrópusambandinu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
1996.  Gro Harlem Brundtland lætur af embætti forsætisráðherra og við tekur Torbjörn Jagland. Satanistar hóta að brenna hinar 29 stafkirkjur sem varðveittar eru í Noregi. Norðmenn gefa yfir 2 milljarða króna til að mennta stúlkur í 19 Afríkulöndum.
1997. Norðmenn orðnir næstmesta olíuútflutningsþjóð heimsins og leggur mikið fé til hliðar til framtíðar. Thorbjörn Jagland lætur af embætti eftir kosningatap Verkamannaflokksins
1998. Sameinuðu þjóðirnar útnefna Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, sem framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Samið við Rússa um að ganga frá 90 kjarnorkukafbátum og gera þá óskaðlega. Norðmenn leggja mikið fé fram til verksins. Kjell Magne Bondevik tók sér tveggja vikna leyfi frá störfum vegna þunglyndis.
1999. Norðmenn ákveða að bæta norskum Gyðingum þjáningar þeirra í seinni heimsstyrjöldinni með miklu fé. Clinton Bandaríkjaforseti hitti Ehud Barak og Yasser Arafat í Osló til að koma friðarferlinu í Miðausturlöndum aftur af stað.