dominican-republic

 

donew

 

Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndasería☼
Dóminíkanska lýðveldið er í Karíbahafi, austustu tveir þriðju af Hispaniola eyju, hinn hlutinn er Haítí.
Landið er 48.730 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Republica Dominicana/ Dóminíkanska lýðveldið
Stytt heiti: ekkert
Þjóðerni: nafnorð: Dóminíkani,  lýsingarorð: dóminíkanskur
Hvaðan koma nemendur?

Reynaldo kom frá ☼Santo Domingo☼

Landsveffang
Landsveffangið er: do
Notendur Internetsins 300,000 (tölur frá 2002)
Hér eru vefir frá Dóminíska lýðveldinu á spænsku
☼civila.com☼ og ☼espanol.yahoo.com/☼
og á ensku ☼latinworld.com/caribe/rdominicana/☼
Höfuðborg ☼myndir☼
Santo Domingo.
Santo Domingo er elsta borgin í Vesturheimi og þaðan hófst landnám allrar Ameríku. Þar er fyrsta dómkirkjan og fyrsta sjúkrahúsið. Þegar farið er um steinlögð strætin getur að líta spænska byggingarlist frá nýlendutímanum.

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Þjóðhátíðardagurinn er 27. febrúar (1844)
Stjórnarfar: fulltrúalýðræði
Löggjöf: byggð á frönskum borgararéttindum

Sendiráð /ræðismaður á Íslandi?
Nei

Fjöldi íbúa
Íbúafjöldi er:  8.833.634 (2004) – 10.202,865 (2016)
Ungbarnadauði: 33,28 börn deyja fyrir hverja 1000 fæðingar.
Frjósemishlutfall er 2,89 börn fædd á hverja konu

Þjóðflokkar
Hvítir 16%, svartir 11%, blandaðir 73%
Flest fólk í Dóminíkanska lýðveldinu er af blönduðum kynþáttum, spænskum og svörtum afrískum.
65 af hundraði íbúa búa í borgum.
Trú
Rómversk kaþólskir 95%

Tungumál ☼spænska☼
Spænska er opinbert tungumál en enska er einnig töluð. Franska heyrist nokkuð við landamæri Haítí.

Siðir og venjur
Karnival ☼carnaval.com☼
Kjötkveðjuhátíðin í febrúar er litskrúðug og glaðværustu hátíðahöldin í Dóminíkanska lýðveldinu. Allir fara út á göturnar, skemmta sér saman og fagna með gleðilátum.

Fjölmiðlar

Dagblaðið  ☼listin.com.do☼ á spænsku á netinu.

Dagblaðið ☼ultimahora.com☼ á spænsku  á netinu

Útvarpsstöð UNESCO ☼teoveras.com.do/☼ á netinu
Útvarpsfréttir ☼live-radio.net/☼ á spænsku

Tónlist
Vefsíða sem fjallar um ☼tónlist í Dóminíkanska lýðveldinu☼

Samruni „plena“ (vinnusöngvar af afrískum uppruna) og „decima“ (17. aldar spænskur kvæðasöngur í 10 línum) hefur skapað afar frumlega og fágaða sönghefð í Dóminíkanska lýðveldinu. Dansformið sem tengist þessari tónlist er „merengue“ sem fellir saman evrópskan og afrísk-karabískan takt. Í Dóminíkanska lýðveldinu var „merengue“ upphaflega paradans skyldur evrópskum línudansi. Síðan hefur þetta dansform orðið vinsælt um alla Rómönsku Ameríku.
Líf barna  ☼myndir☼

Skólar
Læsi: 84,7% íbúa sem eru 15 ára eða eldri geta lesið og skrifað.
Kynjaskipting: læsi hjá konum er 84,8%; læsi hjá körlum 84,6%  (2003)
Skólakerfið: Dóminíkanska lýðveldið veitir börnum á aldrinum 7 til 14 ára ókeypis skyldunám.
Kennaraskortur hefur lengi verið vandamál vegna lágra launa (einkum á landsbyggðinni), tiltölulega lítillar virðingar fyrir starfinu og greinilegrar tregðu margra til að taka þetta starf.

Íþróttir
Hafnabolti er ekki aðeins þjóðaríþrótt heldur þjóðarárátta og jafnvel smæstu samfélög hafa flóðlýsta leikvanga. Miðstöð hafnabolta í landinu er iðnaðarhafnarborgin San Pedor de Macoris. Margir dóminíkanskir leikmenn fara og leika í aðaldeildum Bandaríkjanna. Juan Marichal, sem var svo góður kastari fyrir San Francisco Giants að hann komst í „frægðarhöll“ hafnaboltans, er nú yfirmaður íþrótta í landinu.
Dóminíkaninn Felix Sanchez er besti 400 metra grindahlaupari í heimi um þessar mundir. Hann er ósigrandi á hlaupabrautinni og vann öll fimm gullmót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins árið 2002.

Matargerð.
Uppskriftir á  ☼íslensku☼ ☼spænsku☼  ☼ensku☼
Margir halda að öll matargerð Rómönsku Ameríku sé sú sama en sannleikurinn er sá að matargerðarlist í Dóminíkanska lýðveldinu er einstæð. Saga landsins einkennist af áhrifum frá bæði Frakklandi og Spáni. Auk þess hafa aðferðir frumbyggja haft áhrif á ýmsa ljúffenga rétti.
Dóminíkönsk matargerð er auðveld og heilnæm. Leyndarmálið er að eingöngu eru notuð náttúruleg hráefni.

Tíska
Þekktur tískuhönnuður frá Dóminíkanska lýðveldinu er ☼Oscar de la Renta☼.
Hönnun hans má skoða hér ☼oscardelarenta.com☼
Hér má skoða vefsíðu Amelia Vega en hún sigraði í keppninni Ungfrú heimur (Miss World) árið 2003 ☼ameliavega☼

Listir á ☼spænsku☼ ☼ensku☼
Veðurfar ☼veðrið í Dóminíkanska lýðveldinu í dag☼
Hitabeltisstrandloftslag er árið um kring, hitastig breytist lítið eftir árstíðum en úrkoma er árstíðabundin. Sjávarvindar gera loftið á eyjunum ferskara og jafna út meðalhitann í 23°C snemma á morgnana og 32°C um hádegisbil árið um kring. Lægsta hitastigið er á fjallasvæðum nærri Constanza, þar sem hitastigið hefur farið ofan í 0°C og methiti hefur verið skráður við landamæri Haítí, 39°C að sumrinu. Maí til nóvember er regntíminn. Fellibyljatíminn er frá júní til nóvember og nær hámarki í ágúst og september.

Landslag ☼landslagsmyndir☼
Hrjóstrugt hálendi með frjósömum dölum inn á milli.
Lægsti staður: Lago Enriquillo -46 m fyrir neðan sjávarmál.
Hæsti tindur: Pico Duarte 3,175 m.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: nikkel, báxít, gull, silfur

Dýralíf  Vefur um náttúru- og dýralíf
☼outbacksafari.com.do/☼
Ógnir náttúrunnar
Landið liggur í miðju fellibyljabelti og verður því fyrir alvarlegum stormum frá júní til október. Einnig eru flóð öðru hverju og  þurrkatímabil.

Atvinnulíf
Landbúnaður, helstu afurðir: sykurreyr, kaffi, baðmull, kakó, tóbak, hrísgrjón, baunir, korn, bananar, nautgripir,
mjólkurafurðir, kjöt, egg.
Atvinnugreinar: ferðamannaiðnaður, sykurframleiðsa, járnnikkel- og gullnám, vefjarefni, sement, tóbak
Útflutningur: járnnikkel, sykur, gull, silfur, kaffi, kakó, tóbak, kjöt.
Atvinnuleysi; 15,5% (2003)
Undir fátæktarmörkum 25% (1999)

Peningar
Gjaldmiðill: Dóminískur pesó (DOP)
Fjárhagsár: almanaksárið