20.000-10.000 f.kr – Land er numið í Perú, líklega af fólki frá Asíu.
1000 f.kr. – Chavín menningin myndast í Andesfjöllunum.
700 f. Kr – Menning Paracas ryður sér til rúms í suður eyðimörkinni.
300 f.kr. – 700 e. Kr. – Nasca menningin rís, Nazca línurnar “teiknaðar”.
1300 – Chimu fólkið byggir höfuðborg sína við Chan Chan, sem er sögð vera elsta leirsteinsborg í heimi.
1438 – Upprisa Inkanna hefst, og þeir verða með tímanum stærsta veldi sem þekkst hefur í Ameríkunum.
1460 – Inkar taka yfir eyðimörkina á suðurströndinni.
1465 – Inkar ríkja yfir svæði frá norðanverðum Andesfjöllum til Ekvador.
1530-1535 – Francisco Pizarro valsar inn í Perú og sigrar Inkana. Gerir Lima að höfuðborg Spánverja í Perú. Cusco er brennd af Spánverjum.
1821 – José de San Martin tekur yfir Lima og lýsir yfir sjálfstæði Perú.
1824 – Perú öðlast sjálfstæði frá Spáni og er síðasta nýlenda Spánverja í Suður-Ameríku sem gerir það.
1866-1869 – Perú vinnur í stuttu stríði við Spán. Spánn undirritar friðarsáttmála við Perú.
1911 – Machu Picchu er uppgötvuð af Hiram Bingham og verður upp frá því mikilvægur ferðamannastaður.
1941 – Perú fer í stríð við Ekvador um norðurhluta Amazon. Málið er leyst árið 1942 og Perú fær landið.
1948-1979 – Mikið gengur á varðandi stjórnarfar landsins. Herstjórn er sett á sem er leidd af Juan Velasco Alvarado.
1980 – Ný stjórnarskrá gengur í gildi sem sér til þess að lýðræðislegu kosningakerfi er aftur komið á. Fernando Belaúnde er kosinn forseti landsins.
1983 – Veðurfyrirbæri sem kallast El Nino herjar á landið og veldur flóðum í ýmsum hlutum landsins. Hefur slæm áhrif á efnahag landsins.
1988 – Gríðarleg verðbólga og gjaldþrot skekur Perú.
1990 – Mannréttindasamtök telja að um 10.000 pólitísk morð hafi átt sér stað í Perú.
1997 – El Nino, sá allra versti um áraraðir veldur miklum þurrkum í Perú.
1998 – Perú og Ekvador skrifar undir sáttmála sem bindur enda á áralanga landamæradeilu ríkjanna tveggja.
2001 – Alejandro Toledo er kosinn forseti landsins.