Þrátt fyrir að japönsk menning hafi þróast seinna en aðrir menningarheimar í Asíu, og að hún hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá kínverskri og vestrænni menningu, þá er saga landsins einstök.
Margir fræðimenn hafa haldið því fram að utanaðkomandi áhrif hafi ,,mengað‘‘ japanska siði, en á saman tíma hafa þau styrkt menninguna á ýmsa vegu.
Snemma í sögu Japan var landinu stjórnað af valdamiklum ættum, en sú valdamesta varð síðan að konungsfjölskyldunni í Yamamoto á þriðju öld e.Kr. og hélt sú fjölskylda því fram að hún væri væri afkomendur guðanna sem sköpuðu Japan. Í kjölfar tilkomu konungsfjölskyldunnar var mynduð ríkisstjórn og með henni þing með kínverskar pólitískar og félagslegar stofnanir að fyrirmynd. Oft höfðu fjölskyldur innan þingsins áhrif á val á hirð keisarans, en þingið hafði þá öðlast stjórn yfir keisaranum og völdum hans.
Í kjölfar hraðrar þróunar á áttundu til tólftu öld kom langt tímabil stjórnleysis og borgarastríða. Varð þetta til þess að völd herforingja færðust í aukana, og voru það stríðsherrar sem ráku starfsemi ríkisstjórnarinnar fyrir hönd þingsins og keisarans.
Á sextándu öld hófst síðan tími uppbyggingar og sameiningar. Á sama tíma voru samskipti við umheiminn mjög takmörkuð, og var þeim alfarið stjórnað af ríkistjórninni. Þegar Vesturlönd náðu loks að koma á sambandi við Japan (á efnahagslegum umbrotatíma) hófust miklar framfarir í iðnaði og tækni og við lok fyrri heimstyrjaldarinnar höfðu japanir komið upp nokkrum lýðræðislegum stofnunum.
Um miðja nítjándu öld leiddu mikil samfélagsleg umskipti og þróun í stjórnmálum og hernaði til þjóðarstolts sem leiddi til öfgafyllri lausna á vandamálum og enn hraðari nútímavæðingu á 19. öld.
Sífellt einræðislegra stjórnarfar kom í stað fulltrúaríkisstjórnar og var fylgifiskur þess meðal annars þátttaka Japan í seinni heimstyrjöldinni.
Eftir hamfarirnar sem fylgdu seinni heimstyrjöldinni tók við tímabil uppbyggingar og friðar á ný, og síðan á seinni hluta seinustu aldar hefur Japan verið efhahagslegt risaveldi.