1. Menning Indusdalsins: 3000-1500 f. Kr. í um 1500 ár.
Sjálfstætt, aðskilið frá Indlandi.

2. Aríatímabil: 1500-522 f. Kr., 978 ár. Sjálfstætt, aðskilið frá Indlandi.

3. Lítil hálfsjálfstæð ríki: 522-326 f. Kr., 196 ár. Undir yfirráðum Kayani-veldisins í Íran.

4. Sigrað af Alexander mikla og undir stjórn arftaka hans: 326-300 f. Kr.,
26 ár. Undir stjórn Grikkja, ekki hluti af Indlandi.

5. Hérað í veldi Maurya sem einnig náði yfir Afganistan: 300-200 f. Kr.,
um 100 ár. Hluti af Indlandi, Búddaveldi að mestu.

6. Grísk-baktrískt tímabil: 200-100 f. Kr., um 100 ár. Sjálfstætt, ekki hluti
af Indlandi.

7. Saka-parthískt tímabil: 100 f, Kr. – 70  e. Kr., um 170 ár.
Sjálfstætt, aðskilið frá Indlandi.

8. Valdatími Kushan (fyrra tímabil): 70-250 e. Kr., um 180 ár.
Konungdæmi með miðstöð í Pakistan sem stýrði miklum hluta af norður Indlandi.

9. Valdatími Kushan (seinna tímabil): 250-450 e. Kr., um 200 ár.
Sjálfstætt, aðskilið frá Indlandi.

10. Hvítir Húnar og ættflokkar í bandalagi við þá (fyrra tímabil): 450-650 e. Kr. um
200 ár. Konungdæmi með miðstöð í Pakistan sem stýrði hluta af norður Indlandi.

11. Hvítir Húnar (seinna tímabil — blandaðir öðrum kynþáttum): 650-1010 e. Kr.,
um 360 ár. Sjálfstæð Rajput-Brahmin konungdæmi, ekki hluti af Indlandi.

12. Ghaznavidar: 1010-1187 e. Kr. 177 ár. Hluti af Ghaznavid veldinu,
aðskilið frá Indlandi.

13. Ghorid og Qubacha tímabil: 1187-1227 e. Kr., um 40 ár.
Sjálfstætt, ekki hluti af Indlandi.

14. Múslímatímabil (Þrælatímabil, Khiljiar, Tughlaqar, Syedar, Lodhiar,
Suriar and Mughalar): 1227-1739 e. Kr. 512 ár. Undir múslímskri stjórn sem staðsett
er á norður Indlandi.

15. Nadir Shah og Abdali tímabil: 1739-1800 e. Kr., 61 ár. Írönsk og afgösk yfirráð,
ekki hluti af Indlandi.

16. Síkhastjórn (í Púnjab, NWFP og Kasmír), Talpur yfirráð í Sind,
kaninn af Kalat réði í Balukistan: 1800-1848 e. Kr. 48 ár.
Sjálfstæð ríki, ekki hluti af Indlandi.

17. Bresk yfirráð: 1848-1947 e. Kr., 99 ár (1843-1947 í Sind).
Hluti af Indlandi, undir erlendum yfirráðum.

18. Múslímaríki kennt við Pakistan: 1947- til dagsins í dag.
Sjálfstætt, ekki hluti af Indlandi.