Japansku sobanúðluréttur

250 gr Sobanúðlur(bóghveiti)
1 laukur skorin í þunnar sneiðar
1 stór gulrót skorin ú þunnar sneiðar
1 brokkólihöfuð stórt skorið í falleg blóm ekki of stór
2 vorlaukar skornir smátt
2 msk söxuð steinselja
2 msk saxaður kóríander
sósan
2 msk ristuð sesamolía
chilliduft á hnífsoddi
2 msk tamari sósa
1/4 tsk salt
3 msk hrísgónaeditk fra Clearspring
1 hvítlauksgeiri skorin smátt

Aðferð:
hitið vatnið setjið saman við smá salt og olíu
Brjótið núðlurnar út í og sjóðið eftir leiðbeiningum á umbúðum

Á meðan gufusjóðið grænmetið, þeytið sósuna saman og blandið síðan öllu hráefninu saman í stóra góða skál og berið frammeð hvítlauksbrauði.

Lúðu-Teriyaki

– 1/2 kíló lúða
– 1/2 bolli hvítvín
– 1 teskeið sykur
– 1/4 bolli sojasósa
– 1 hvítlauksrif

Aðferð:
1. Kremjið hvítlauksrifið með hlið á hníf. Blandið saman sojasósunni, hvítvíninu, hvítlauknum og sykrinum. Hitið þangað til það sýður og hellið yfir lúðuna
2. Marinerið í 15 til 20 mínútur. Glóðarsteikið lúðuna 10 sm frá hita í 10 mínútur eða þangað til roðið flagnar auðveldlega