Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼

Staðsetning og heiti ☼myndir☼
Pólland er við Eystrasalt en að landinu liggja Rússland austast, þá Litháen, Hvítarússland, Úkraína, Slóvakía í suðri, þá Tékkland og Þýskaland vestan við.
Landið er 312.685 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Rzeczpospolita Polska / Lýðveldið Pólland.
Stutt heiti: Polska / Pólland.

Hvaðan koma börnin?
Nemendur hafa komið frá Dartòwko.   Hér má skoða myndir frá ☼Dartòwko☼, sem Agata 16 ára hefur valið frá heimabæ sínum.

Landsveffang
Landsveffangið er: .pl
Notendur Internetsins: 8,97 milljónir (2003)
skemmtilegur vefur um teiknimyndir ☼astrouw.edu.pl/~soszynsk/comic☼ á ensku og pólsku
Kraków er menningarborg Evrópu árið 2003.
Vefsíða menningarborgarinnar ☼krakow2000.pl☼ er á pólsku og ensku.
Vefur á pólsku og ensku ☼http://www.polska.pl/☼ um Pólland
Pólsk leitarsíðar ☼onet.pl☼

Höfuðborg  ☼myndir☼

Höfuðborgin heitir Warsaw / Varsjá.

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 11. nóvember 1918.
Þjóðhátíðardagur: stjórnarskrárdagurinn, 3. maí (1791)
Stjórnarfar: lýðveldi
Löggjöf: blanda af borgararétti meginlandsins og dráttum sem haldið hefur verið af kommúnískri lagakenningu. Lögin eru þó endurskoðuð smátt og smátt eftir því sem lýðræðið festist í sessi.

Kjörræðismaður Póllands á Íslandi:
Friðrik Gunnarsson, skrifstofa að Ánanaustum 1
101 Reykjavík, sími 580 5300.
Pólska sendiráðið í Osló annast sendiráðsstörfin.

Olav Kyrres plass 1
0244 Oslo
Opið 09:00 – 16:00 mán. – fös.
Sími: 47- 22 55 55 36 / 22 43 00 15
Bréfsími: 47- 22 44 48 39

Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi er 38.626.349
Lífslíkur við fæðingu: 74,16 ár. (Karlar 70,04 ár; konur 78,52 ár).
Ungbarnadauði: 8,73 börn deyja af hverjum 1000 fæddum.
Frjósemishlutfall er 1,38 börn fædd á hverja konu.
Aldursdreifing: 0-14 ára: 17,1%. 15-64 ára: 70%. 65 ára og eldri: 12,9.
Fjöldi Pólverja flutti úr landi á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar, einkum til Kanada og Bandaríkjanna. Margt fólk af pólskum ættum hefur haldið við menningu ættlandisns og er í góðu sambandi við landið.
☼poloniatoday.com☼ Vefur Pólverja sem búa utan Póllands

Þjóðernishópar
Pólverjar 97,6, Þjóðverjar 1,3%, Úkraínumenn 0,6%, Hvítrússar 0,5% (1990)

Trú
Rómversk kaþólskir 95% (um 75% virkir), austur-réttrúnaðarkirkjan, mótmælendur og aðrir 5%.

Rómvers-kaþólsk trú hefur haft veigamikið hlutverk í sögu landsins og er hornsteinn í sjálfsmynd Pólverja.

Tungumál
Pólska.

Pólska er í hópi vesturslavneskra tungumála ásamt tékknesku, slóvakísku og tungu Vinda. Latneskt stafróf var lagað að málinu. Í því eru 26 samhljóðar og níu sérhljóðar
sem sumir eru aðeins til í pólsku.
Pólsk eftirnöfn eru sögð á mismunandi hátt eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er verið að tala. Karlkynseftirnafnið Kowalski breytist í Kowalska fyrir konu og Kowalscy fyrir alla fjölskylduna.
Pólska hefur falleg nöfn á mánuðunum. Apríl er kwiecien, sem þýðir „blóm.“ Júlí er lipiec eða lindtré, september er wrzesien eða beitilyng og nóvember er listopad eða fallandi lauf.
Enska er algengsta erlenda málið í Póllandi.

Siðir og venjur

Oft hafa verið erfiðir tímar í sögu Póllands en fólk hefur ætíð getað reitt sig á hjálp ættingja og nánustu vina. Slík bönd eru sterk, jafnvel þótt fólk flytji til annarra landa.
Börnum er kennt að bera virðingu fyrir eldra fólki og yngri kynslóðirnar annast oft um gamla fólkið í heimahúsum. Ógift fólk býr yfirleitt heima hjá foreldrum og pör búa sjaldan saman fyrir hjónaband.
Flestar konur vinna utan heimilis og margar þeirra hafa haslað sér völl í krefjandi starfsgreinum. Meirihluti lækna, kennara og gjaldkera eru konur. Heima fyrir bera þær þó enn mesta ábyrgð á innkaupum og heimilisstörfum þótt margir eiginmenn hjálpi til.

Pólverjar hafa gaman af að horfa á sjónvarp og pólskar sjónvarpsstöðvar framleiða afbragðsgott dagskrárefni. Skák er einnig vinsæl. Þó njóta Pólverjar þess kannski allra best að spjalla við vini og ættingja. Góður félagsskapur er alltaf vel þeginn. Eftirlætis umræðuefnið er stjórnmál og Pólverjar hafa gert pólitíska brandara að listformi.

Jólin eru mikilvægasta hátíðin. Á degi heilags Nikulásar, 6. desember, fá börnin gjafir frá heilögum Nikulási sem samkvæmt helgisögunni var biskup sem heimsótti þorpin og launaði góðum börnum.

Jól í Póllandi: ☼polishworld.com/christmas☼

Skírnardagur er Pólverjum enn mikilvægari en afmælisdagurinn, hvergi meðal annarra þjóða er hann svo mikilvægur. Það er því réttast að merkja þessa daga í minnisbókina hjá sér til að komast hjá vandræðum.
Hér er vefur sem kynnir nafnadagana: ☼pl/imieniny☼

Fjölmiðlar
Dagblöð á pólsku:

☼gazeta.pl☼

☼rzeczpospolita.pl☼

☼pap.com.pl☼

☼poland.pl/index.htm☼  Official polish web

Útvarpsvefur Póllands á pólsku ☼radio.com.pl☼

Sjónvarp- og útvarp á pólsku ☼mediapoland.com/☼

Tónlist og kvikmyndir
Pólski kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski er með þekktustu kvikmyndaleikstjórum nútímans. Mynd hans „Píanistinn“ vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Á þessum vef má horfa og hlusta á Píanistann ☼thepianistmovie.com/☼ og lesa um Roman Polanski.
Á síðari hluta tuttugustu aldar hafa pólskar kvikmyndir verið afar mikilvægar og lifandi listform. Af póslkum verðlaunamyndum, í viðbót við Píanistann má nefna má nefna Járnmanninn (Czlowiek z Zelaza) eftir Andrzej Wajda, Kínahverfið (Chinatown) eftir Roman Polanski og Boðorðin tíu (Dekalog) eftir Krzysztof Kieslowski.

Pólskur kvikmyndavefur ☼stopklatka.pl/glowna☼

Í Póllandi eru sterkar tónlistar- og leiklistarhefðir. Í Varsjá og öðrum helstu borgum landsins eru leikhús og óperur þar sem mikið úrval er af tónlist og öðrum menningarviðburðum.
Sígild tónlist, djass og nútímatónlist eru í miklum metum hjá Pólverjum og börn eru alin upp við tónlist frá unga aldri..
Frederic Chopin (1810-1849), hið fræga tónskáld og píanóleikari, fæddist nærri Varsjá. Hann þurfti af pólitískum ástæðum að búa langtímum erlendis.
Hér má lesa um og hlusta á tónlist Chopin  ☼essentialsofmusic.com/composer/chopin.html☼

Þjóðlagatónlist er mjög vinsæl í Póllandi. Hún er oft leikin undir þjóðdönsum eins og mazur, krakowiak, og kujawiak. Hér er þjóðdansavefur ☼oldwww.samorzad.pw.edu.pl/zespol/☼ á pólsku og ensku
Skemmtilegur tónlistarvefur ☼biesiada☼ á pólsku

Dægurlög ☼radio88.com.pl☼
☼outdoor.se/artiklar/poland/music.htm☼ Hér má hlusta á og sjá tónlist.

Líf barna  Smellið hér: ☼myndir☼ af börnum í Póllandi.
Pólsk  ☼ævintýri☼

Fjölbreyttur vefur á pólsku fyrir börn  ☼junior.reporter☼
Pólski afmælissöngurinn ☼StoLat☼
Vefur á ensku um skátastarf stúlkna í Póllandi  ☼Zwiazek Harcerstwa Polskiego☼

Skólar
Læsi:99,8% (karlar 99,8%, konur 99,7%).(2003)
Skólakerfið: Grunnmenntun er ókeypis og skyldunám er á aldrinum frá 7 til 16 ára.
Margir foreldrar vinna allan daginn og því standa börnum til boða fjölbreytt námskeið eftir skólatíma í ljósmyndun, tónlist, handverki, íþróttum og annarri tómstundaiðju.
Í pólskum skólum er mikið um námsferðir á söfn og aðrar menningarstofnanir.

Eftir 1980 hefur fjöldi æðri menntastofnana í Póllandi þrefaldast og konur eru nærri helmingur stúdenta. Í sumum greinum, eins og lækna- og kennaranámi eru þær jafnvel fleiri.

Þessi skólavefur var stofnaður 1995 og var fyrsti skólavefurinn á internetinu utan Póllands. ☼http://www.polishschoollondon.com/ ☼

Íþróttir ☼Sport☼
Knattspyrna er ein vinsælasta íþróttagreinin í Póllandi. Pólska landsliðið hefur oft átt velgengni að fagna.

Frægasti íþróttamaður Póllands er Adam Malysz sem varð heimsmeistari í skíðastökki árið 2001. Einnig eiga Pólverjar marga góða frjálsíþróttamenn.

Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼pólsku☼ ☼ensku☼

Pólverjar gefa sér góðan tíma til að njóta matar síns. Svínakjöt er algengast í pólskri matargerð. Rófur og kál er algengasta grænmetið, notað í salöt, súpur, pottrétti og ýmislegt annað.
Pólskur matur er saðsamur, súpur og sósur þykkar, mikið af kartöflum og hveitibollum, kjötið vel úti látið en minna af grænmeti. Til matergerðar er dill algengt, kryddmæra, kúmen og villtir sveppir.
Þekktustu réttirnir eru bigos (súrkál og kjöt) og barszcz (rauðrófusúpa). Máltíðir dagsins eru fjórar: Morgunverður snemma morguns, annar léttur síðar, staðgóður kvöldverður eftir vinnu og lítil máltíð fyrir háttatíma.

Tíska í Póllandi:

Barbara Pilecka tískuhönnuður frá Póllandi ☼vefsíða☼ á pólsku og ensku

Pólskar tískusýningarstúlkur ☼vefsíða☼

Listir
Fallegur vefur sem kynnir menningu og listir í stuttu máli:☼polishfolk.home.pl☼

Bókmenntir eru eitt mikilvægasta framlag Pólverja til heimsmenningarinnar.
Meðan Pólland var ekki til sem þjóðríki héldu Pólverjar við sjálfsmynd sinni með trúnni, tungumálinu og listhefðum. Meðan pólsk þjóðernishyggja var bönnuð fóru pólskir rithöfundar oft úr landi eða gáfu verk sín út erlendis.
Pólskir rithöfundar njóta alþjóðlegrar viðurkenningar og fjórir þeirra hafa hlotið Nóbelsverðlaunin: Henryk Sienkiewicz 1905, Wladyslaw Stanislaw Reymont 1924, Isaac Bashevis Singer 1978 og Wislawa Szymborska 1996.
Eftir síðari heimsstyrjöld hefur pólskt leikhús orðið æ vinsælla og öðlast alþjóðlega viðurkenningu.

Listavefur ☼art-navigator.com/europe/poland/☼
„Alicja“ í Tarnow er glergerð sem hefur sérhæft sig í steindu, römmuðu gleri, sem er algerlega handunnið. ☼vefsíða☼

„Wycinanki“ er pólska orðið yfir klippimyndir úr pappír sem hafa verið notaðar til skreytinga á pólskum heimilum frá því snemma á 19. öld.
☼Wycinanki☼ og ☼Wycinanki☼

Veðurfar ☼veðrið í Póllandi í dag☼
Loftslag er temprað, vetur kaldir, skýjaðir, úrkomusamir og frekar harðir, meðalfrostið hefur verið um 6°C í Varsjá en þó heldur mildara síðustu árin.
Sumur eru stutt, mild með tíðum rigningum og þrumuveðri. Yfirleitt er hlýrra í vesturhluta landsins.

Landslag  ☼landslagsmyndir☼
Landið er frekar flöt slétta en fjöll með suðurlandamærum.
Lægsti staður: Raczki Elblaskie -2 m.
Hæsti tindur: Rysy 2.499 m.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: kol, brennisteinn, jarðgas, silfur, blý, salt, ræktarland.
ræktanlegt land: 45,91%
varanleg uppskera: 1,12%
annað: 52,97% (2001)
Umhverfismál: Framfarir hafa orðið frá 1989 vegna minnkandi þungaiðnaðar og meiri sinnu um þessi mál hjá stjórnvöldum eftir hrun kommúnismans.

Dýralíf☼myndir☼
Dýralíf í Póllandi er líkt því sem er í skógum Evrópu og Vestur-Síberíu. Tegundir hryggdýra eru nærri 400, margar tegundir spendýra og meira en 200 fuglategundir. Ein merkilegasta spendýrategundin er evrópski vísundurinn, mikilfengleg skepna sem reikar um skóga Bialowieska, Borecka, Knyszynska og Bieszczady. Markvisst hefur verið unnið að friðun og endurreisn stofnsins og í Póllandi er hann stærstur. Aðeins í Póllandi má sjá hjarðir af vísundum og litlum villihestum.
Aðrar dýrategundir eru nokkrar tegundir hjartardýra, villisvín, hérar, refir, greifingjar og merðir. Bjór er æ algengari. Stærsta hjartardýrið er elgurinn, sem aðallega hefst við í fenjalöndum Bagna Biebrzanskie.

Ógnir náttúrunnar
Flóð.

Atvinnulíf
Landbúnaður: kartöflur, ávextir, grænmeti, hveiti, hænsni, egg og svín.
Iðnaður: vélaiðnaður, járn og stál, kolanámur, efnaiðnaður, skipasmíðar, matvælaiðnaður, glergerð, drykkjarvörur, vefnaður.
Útflutningur: Vélar og samgöngutæki 30%, Hálfloknar framleiðsluvörur 25,5%, ýmsar framleiðsluvörur 20,9%, matvæli og lifandi dýr 8,5%.
Atvinnuleysi: 20% (2003).
Undir fátæktarmörkum: 18,4% (2000).

Peningar
Gjaldmiðill: zloty (PLN).
Fjárhagsár: almanaksárið.