etnewz

 

Sagan í hnotskurn ☼smellið hér☼
Eþíópía er elsta sjálfstæða landið í Afríku og með þeim elstu í heimi.

 

Landið ☼myndir☼
Eþíópía er norðantil í Austur Afríku. Norðaustanvvið er Eritrea sem liggur að Rauðahafi, þá Djíbútí við botn Adenflóa og austan við er Sómalía. Sunnan við er Kenía og Súdan í vestri.
Landið er 1.127.127 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Ityop’iya Federalawi Demokrasiyawi Republik / Lýðræðislega sambandslýðveldið Eþíópía.
Stutt heiti: Ityop’iya / Eþíópía.

 

Hvaðan komu börnin í móttökudeildinni?
Yodith kom frá ☼Arba Minch☼

 

Landsveffang
Landsveffangið er: .et
Notendur Internetsins voru 50.000 árið 2002.  Árið 2014 voru þeir 1,6 milljón eða 1,7 %.

Vefur á ensku☼ethiopic.com/☼

Vefur á amharísku ☼cyberethiopia.com☼

Leitarsíður fyrir Ethíópíu:☼ethiosearch.com/ethiosearchale☼ ☼ ethioview.com☼

 

Höfuðborgin
Addis Ababa.
Þó að háhýsi séu í borgum eins og Addis Ababa búa flestir Eþíópíumenn í hefðbundnum húsum.

 

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar ☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: Í a. m. k. 2000 ár.
Þjóðhátíðardagur: 28. maí (1991), þegar stjórn einræðisherrans Mengistu féll.
Stjórnarfar: Sambandslýðveldi 9 þjóðríkja.
Löggjöf: Sem stendur blanda af ríkis- og þjóðadómstólum.
Þing: Tvær deildir, efri deild (108 fulltrúar kjörnir af ríkisþingum) og neðri deild (548 fulltrúar þjóðkjörnir í beinum kosningum).
Vefur þjóðþings Eþíópíu ☼ethiopar.net☼ á ensku og amharísku.

 

Fjöldi íbúa
Íbúafjöldi árið 2004, 67.851.281. Árið 2015,  99,465,819.
Lífslíkur við fæðingu: Árið 2004, 40,88 ár. Karlar: 40,03 ár, konur: 41,75 ár.
Árið 2015, 61.48 ár. Karlar: 59.11 ár, konur: 63.93 ár
Ungbarnadauði: Árið 2004 deyja 102,12 börn  af 1000 fæddum en árið 2015, 53.37 börn .
Frjósemishlutfall er 5,44 börn fædd á hverja konu.

 

Þjóðflokkar
Menn hafa búið á því svæði sem nú er Eþíópía í meira en þrjár milljónir ára. Elstu leifar af mannverum sem vitað er um fundust rétt norðan við Eþíópíu.

Í dag eru í landinu meira en 70 mismunandi þjóðflokkar. Oromo 40%, Amhara og Tigre 32%, Sidamo 9%, Shankella 6%, Somali 6%, Afar 4%, Gurage 2%, aðrir 1%.

 

Trú
Múslímar 45-50%, eþíópískur rétttrúnaður, 35-40%, náttúrutrú 12%, annað 3-8%.

 

Tungumál
Amharíska, tigriníska, oromíska, guaragíska, sómalíska. arabíska og önnur staðbundin mál. Enska er kennd sem fyrsta erlenda tungumálið.

Íbúar Eþíópíu eru mjög ólíkir innbyrðis. Oromo, Amhara og Tigrean fólkið er meira en þrír fjórðu landsmanna. Amharíska var málið sem notað var við grunnskólakennslu en á mörgum svæðum hafa staðbundin mál tekið við, eins og Oromifa ogTigrinya.

Amharar og Tigrinyar nota Ge’ez ritmálið sem hefur 231 bókstaf.

Eþíópískar bókmenntir eru einkum kristnar. Elstu rit á Ge’ez eru þýðingar á grísk-kristnum verkum. Bókmenntastarfsemi á Ge’ez hófst fyrir alvöru á 13. öld þegar allmikið af koptískum, sýrlenskum og grískum trúarritum var þýtt úr arabísku. Amharíska tók við af Ge’ez nálægt 16. öld.

 

Siðir og venjur
Dæmigerð fjölskylda er faðir, móðir, börn, þjónar og þeir sem, tilheyra stórfjölskyldunni. Fjölskyldurnar eru sterkar og yfirleitt stórar, frá 6 til 12 í hverri fjölskyldu.

Faðirinn hefur valdið og móðirin framfylgir reglunum við börnin. Konur halda nöfnum sínum og eigum eftir giftingu og samfélagið gerir ráð fyrirað hjónin sýni hvort öðru gagnkvæma virðingu.

Móðirin velur nafn barnsins. Nafnið gefur til kynna hvaða eiginleika hún vill að barnið sýni. Venja er að börn taki nafn föður síns sem eftirnafn.

Fjölskyldan ber ábyrgð á menningarlegu og trúarlegu uppeldi barnanna, jafnframt þeirri kunnáttu sem þarf til að verða sjálfstæðir, fullorðnir einstaklingar.

Þegar börnin eru ung kenna foreldrarnir þeim ákveðnar reglur og ætlast til að þau fari eftir þeim. Ef börnin brjóta reglurnar líta samfélagið ogforeldrarnir niður á þau og refsa þeim með viðeigandi hætti. Foreldrar beita oft líkamlegum refsingum og trúa því að þær virki. Börn geta haldið uppi stolti fjölskyldunnar með góðri hegðun. Algengustu reglur eru: virðið hina eldri, verið hlýðin, ekki efast um yfirvaldið, ekki grípa fram í fyrir foreldrunum þegar þeir tala, ekki ávarpa fullorðna með nafni, sýnið aga.

Í Eþíópíu finna nágrannar til ábyrgðar fyrir börnum hvers annars, sjá um þau og ættleiða þau jafnvel óformlega.
Eþíópíumenn hafa mjög líflega hárgreiðslu og eru listamenn í að setja upp allskonar fle´ttur og hnúta og blanda gjarnan litríkum perlum og böndum inn á milli.

Eþíópíumenn hafa yndi af að fagna, hvort sem það eru mikilvægir atburðir í sögu landsins, trúarhátíðir eða hátíðisdagar fjölskyldunnar. Farið er í sparibúning, nóg er af mat og drykk, leikin er tónlist og fólkið dansar og syngur.

Fólk klæðist í hvít og útsaumuð vefjarklæði, sem mynda einfalda og sterka andstæðu við litskrúðuga síðkyrtla sem prestar klæðast og glitrandi sólhlífar þeirra.

 

Fjölmiðlar
Dagblað í Eþíópíu á ensku ☼ethiopiadaily☼

Dagblað á amharísku ☼ethiopianreporter☼

 

Tónlist og sjónlist
Í borgum eins og Addis Ababa nýtur fólk nútímalegra skemmtana eins og leikhúss og kvikmynda.

Eþíópísk tónlist hefur orðið fyrir áhrifum frá alþjóðlegum tónlistarstefnum. Mulatu Astatke er merkilegt nútímatónskáld sem semur bæði sígilda tónlist og djass. Telahun Gesses og Astere Awoke eru poppsöngvarar. Ali Birra syngur á Oromomáli og öðrum eþíópískum tungumálum. Eþíópíumenn þekkja þjóðlög sín og dá þau mjög. Sungið er í hárri og skerandi tóntegund.

Vefur á ensku um tónlistarmenn í Eþíópíu☼aitrecords.com/☼

Um tónlist í Eþíópíu ☼afropop.org/Ethiopia☼

 

Líf barna Hér má skoða myndir af eþíópískum börnum ☼myndir☼

hweb3

☼teikniseríur☼

☼þjóðsögur☼

Safn ☼barnaefnis☼

Jafnvel þótt líf eþíópískra barna sé oft erfitt leika þau sé sér eins og önnur börn. Þau leika við börn úr nágrenninu. Leikirnir losa þau við streitu og þannig geta þau líka tjáð ótta sinn. Leikir sem eþíópísk börn stunda eru til dæmis hokkí, feluleikur, ruðningur og fótbolti.

 

Skólar
Læsi, miðað við íbúa 15 ára og eldri: 42,7%.
Karlar 50,3%, konur 35,1%. (2003)

Skólakerfið: Formleg menntun er sex ára grunnskóli, tvö ár í miðskóla og fjögur ár í framhaldsskóla. Menntun er ókeypis á öllum stigum, einnig í háskóla en stúdentar eru í fullu námi. Skyldunám er á aldrinum frá sjö til þrettán ára þótt skólasókn sé yfirleitt lítil og brottfall hátt.

Flest börn byrja í skóla fimm ára.

Í meðalbekk eru 65 nemendur á hvern kennara og lítið er til af kennslugögnum fyrir hvern nemanda. Til dæmis skortir skólana penna, bækur og pappír. Í fæstum skólum er vatn eða nothæf salerni. Eþíópískt samfélag væntir þess af kennurum og foreldrum að þeir beiti líkamlegum refsingum til að halda aga. Því er trúað að með því að refsa börnum fyrir slæma siði læri þau góða í staðinn.

Allir skólar fylgja námskrá landsins. Kennt er á amharísku upp í áttunda bekk. Enska er kennd sem annað tungumál og er notuð við alla kennslu eftir áttunda bekk.

Börn sem öðlast menntun í Eþíópíu eru heppin og njóta forréttinda. Ólíklegra er að sveitabörn fari í skóla en börn af þéttbýlissvæðum.

Fjöldi stúlkna sem skráðar eru í skóla hefur meira en tvöfaldast á fjórum árum. Þetta er mikil framför þegar það er haft í huga að áður fyrr höfðu stúlkur ekki aðgang að menntun. Þær hafa enn ekki náð jafnrétti við drengina en ýmsum aðferðum er beitt, eins og jákvæðri mismunun, til að rétta þetta af. Í sumu námsefninu er vikið að réttindum kvenna.

Eftir miðskólann geta nemendur farið í eina af hinum sautján æðri menntastofnunum í landinu. Sex þeirra eru háskólar. Konur fara oft í kennaranám. Æðri menntun barnanna er mjög mikilvæg fyrir eþíópískar fjölskyldur og mörg börn fara erlendis til náms.

Eftir byltinguna 1975 þjóðnýtti Derg alla einkaskóla sem ekki voru tengdir kirkjunni. Gerðar voru áætlanir til að auka aðgang dreifbýlisbarna að menntun. Fjöldi skóla, kennara og nemenda hefur vaxið mjög. Einnig er starfrækt öflugbarátta fyrir lestrarkennslu svo læsi hefur aukist og eykst ár frá ári. Drengir eru helmingi líklegri til að læra að lesa en stúlkur. Hið langa stríð við Eritreu truflaði umbæturnar í skólamálum, einkum norðantil.
Lestrarátak Eþíópíu fékk alþjóðlega viðurkenninguþegar UNESCO veitti landinu læsisverðlaun árið 1980.

 

Íþróttir
Góðir langhlauparar eru í Eþíópíu og vefurinn ☼ethiopians.com/Athletes.html☼ kynnir tvo ástsæla hlaupara.

wpe26749         wpe26810     t1_ethiopia_ap

Abebe Bikela                        Fatima Roba                    Gezahgne Abera
vann maraþonhlaupið  í Sidney árið 2000.

 

Eþíópíumenn eru frægir fyrir hlaupahæfileika sína. Fjöldi karla og kvenna hefur unnið ólympíuverðlaun og sett heimsmet. Á Ólympíuleikunum í Róm 1960 hljóp Abebe Bikila maraþonhlaupið berfættur og vann gull. Hann endurtók það 1964. Belayneh Densamo átti heimsmet í maraþonhlaupi í tæpan áratug (1989-1998). Á leikunum 1992 varð Derartu Tulu fyrsti kvenkyns gullverðlaunahafinn frá Eþíópíu þegar hún sigraði í 10 kólómetra hlaupi.

Annars er knattspyrna vinsælasta íþróttagrein í Eþíópíu, í dreifbýli sem þéttbýli. Stundum er leikið með samanreyrðar tuskur fyrir bolta.

Aðrar vinsælar íþróttagreinar eru hnefaleikar, körfubolti, blak, tennis og hjólreiðar.

 

Matargerð  Uppskriftir á ☼íslensku☼
Eþíópísk matargerð skilur sig helst frá annarri í því að notuð eru sérstök krydd. Nær allir eþíópískir réttir eru heimatilbúnir, líka kryddblandan.

Eþíópískur matur byggist á réttum sem kallast wat. Wat er hægt að gera úr öllum tegundum af kjöti, grænmeti og fiski. Í wat er sterk, rauð piparblanda sem þekkt er undir heitinu Berbere og sterkkryddað hreinsað smjör sem kallað er Niter Kibbeh. Það er oft haft með „doro“ (kjúklingi) og yfirleitt borið fram með „injera“.

Helsta korntegund í Eþíópíu kallast „teff“ og úr mjöli þess eru búin til stór brauð sem heita „injera“ og líkjast pönnukökum. Þau eru sett beint á matarborðið. Aðrir réttir sem máltíðin samanstendur af eru settir á injerabrauðið og maturinn er borðaður með því að rifnar eru flísar af brauðinu og matnum rúllað inn í þær.
Kaffi á uppruna sinn í Eþíópíu. Orðið kaffi kemur af orðinu Kefa, sem er nafn á héraði í suðurhluta landsins.

Þegar gest ber að garði er honum boðið te eða kaffi og oft er það borið fram með poppkorni sem er vinsælt snakk.

 

Tíska
Eþíópía er ekki fyrsti staðurinn sem tískusérfræðingar fara á í leit að nýjum vefjarefnum og innblæstri í verk sín.

„Í Eþíópíu er frábær baðmull, ein sú besta í heimin“ Gadol Ton, hönnuður ☼africa-ata.org/affas☼

Eþíópía er einnig þekkt fyrir afbragðsgóðar leðurvörur.

Vefsíða Guenet Fresenbet ☼smellið hér☼ sem margir þekkja undir nafninu Gigi, einn af fáum eþíópískum hönnuðum í Addis Ababa.

Nútímahönnuðir hafa skapað mikið úrval af töfrandi fallegum tískufötum sem kaupa má í smærri búðum í Addis Ababa.

Þjóðbúningar í Eþíópíu eru hvítir í grunninn, hvort sem það eru sjölin og léttu teppin sem borin eru á öxlunum eða hvítu kjólarnir eða vefjarklæðin sem konur klæðast.

 

Listir
☼the3rdman.com/ethiopianart☼ Þessi vefur geymir efni um listir í Eþíópíu og tengla á fleiri listasíður.

Mikið er um hefðbundið handverk í Eþíópíu. Handverksmenn vinna með heimafengin hráefni og búa til bæði nytsama og fallega hluti.

Kirkjubyggingarlist og veggmyndir í Eþíópíu eru fræg, einkum hinar tólf ævafornu kirkjur sem höggnar voru í stein í Lalibela, sem er á heimsminjaskrá. Silfursmíði er einnig athyglisverð.

Hvert svæði í Eþíópíu hefur sitt eigið handverk og sínar eigin tónlistar- og listahefðir. Körfur, teppi, leðurvörur, tréskurður og skartgripir eru gerð á ýmsum svæðum í landinu en bera samt alltaf svip af héraðinu þar sem það er búið til.

Dans er flestum Eþíópíumönnum mjög mikilvægur. Algengasti dansinn er iskista, þar sem dansararnir hreyfa axlirnar en halda neðri hluta líkamans kyrrum.

Margir nútímalegir listmenn eru í Eþíópíu. Afewerk Tekle, ☼smellið hér☼ er mesti núlifandi málari landsins og er þekktur víða um lönd fyrir verk eins og „The Meskel Flower“.
Eþíópíumenn hafa sterka munnlega menningu sem geymir þúsundir spakmæla og sagna. Sögurnar kenna siðferði, sögu og menningu. Abbe Gobegna, sem talinn er einn besti rithöfundir Eþíópíu beinir sjónum sínum að því lénskerfi sem er við lýði. Skáldsaga Hadis Alemayehu’s „Fiker Eske Mekabir“ („Love until Death“) er talin meistaraverk.
Vefur um bókina ☼seleda.com/jan01/book_review.shtml☼

 

Veðurfar ☼veðrið í Ethíópíu í dag☼
Hitabeltismonsúnsvæði með ýmsum staðbundnum afbrigðum í veðri.

Það er heitt og rakt á láglendi, heitt uppi í hæðunum og svalt á hálendinu. Loftslag er afar breytilegt. Vorið byrjar í september, sumar er frá janúar fram í miðjan mars. Regntíminn er frá apríl til september.

 

Landslag ☼landslagsmyndir☼
Eþíópía er landlukt háslétta með fjallgarði í miðið sem er skipt í tvennt af Great Rift dalnum. Bláa Níl, meginkvísl Nílar rennur úr Tana Hayk vatni í norðvesturhluta landsins.

Hæsti tindur: Ras Dejen 4.620 m.

Landnýting og náttúruauðlindir

Náttúruauðlindir: lítið eitt af gulli, platína, kopar, pottaska, náttúrugas, rafmagn.

Landnotkun:

ræktanlegt land: 9,9%

varanleg uppskera: 0,65%

áveituland 1.900 ferkílómetrar.

Umhverfisvandamál: eyðing skóga, ofbeit, uppblástur og myndun eyðimarka, vatnsskortur á sumum svæðum vegna vatnsfreks landbúnaðar og lélegrar stjórnunar.

 

Dýralíf ☼ljósmyndir af villtum dýrum☼
Dýralíf er afar fjölbreytt í Eþíópíu. Þar eru 242 tegundir spendýra og þar af eru 28 staðbundnar. Í þjóðgörðunum er mikið gert til að vernda þessi dýr, oft við erfiðar aðstæður vegna veðurfars og ættflokkadeilna.

Afrískir fuglar og dýr eins og ljón, fílar, sebrahestar, og flamingóar eru algeng og einnig eru sjö tegundir spendýra í útrýmingarhættu. Í landinu eru einnig stærstu stofnar antilópa, gíraffa, górilla og nashyrninga. Þá má nefnabavíana, grænapa, hlébarða, flóðhesta og ótal fuglategundir.

 

Ógnir náttúrunnar
Great Rift dalurinn er eldvirkur, þar er hætta á jarðskjálftum og eldgosum. Þurrkar eru algengir.

 

Atvinnulíf
Landbúnaður, helstu afurðir: Kornvörur, belgjurtir, olíufræ, sykurreyr, kartöflur, qat, húðir, nautgripir, sauðfé og geitur.
Aðrar atvinnugreinar: matvælavinnsla, drykkjarvörur, vefnaður, efnaiðnaður, málmvinnsla, sement.

Útflutningur: Kaffi, qat, gull, leðurvörur, olíufræ.

Innflutningur: matvörur og lifandi dýr, olía og olíuvörur, efnavörur, vélar og ökutæki, korn, vefnaðarvöur.

Atvinnuleysi er ekki skráð.

Undir fátæktarmörkum: 50% (2003).

Gjaldmiðill: Birr (ETB)