Hér má kynna sér meira um sögu Póllands á ensku ☼wings.buffalo.edu/info-poland/classroom/children/history.html☼
Frá upphafi til 10. aldar. Á því svæði sem nú kallast Pólland bjuggu á fyrstu öldum eftir Krists burð margar þjóðir eða ættbálkar. Til dæmis Keltar, Eystrasaltsþjóðir, Skýþar, Húnar, Gotar og Germanir. Talið er að Slavar hafi komið þangað á 6. eða 7. öld þegar ýmsir slavneskir ættbálkar settust að á svæðinu. Um miðja 10 öld var Polania ættbálkurinn orðinn ráðandi. Sagan segir að höfðinginn Piast hafi sameinað hópana í eina heild og kallað Polska (Pólland). Þetta svði varð Wielkopolska, eða Pólland hið mikla.
966. Mieszko hertogi I, fyrsti leiðtogi Póllands sem skráðar heimildir eru um snerist til kristni eftir að hann kvæntist Dabrowku frá Bæheimi. Þetta er formlega talið fæðing pólsku þjóðarinnar.
Með því að taka upp kristni varð Pólland virkur þátttakandi í vestrænni menningu. Poznan varð biskupssetur eða höfuðborg. Mieszko kom sér í bandalag við þýska keisarann Otto I og kom landi sínu undir vernd páfans.

Piast konungsættin 966 – 1370
992. Mieszko hertogi I deyr. Um það leyti sem hann dó höfðu landamæri Póllands færst svo út að þau voru svipuð því sem er í dag. Borgin Gniezno var höfuðborgin og borgirnar Gdansk, Szczecin, Poznan, Wroclaw og Krakow voru þegar til.
Eftir 1100. Boleslaw Krzywousty (Boleslaus hinn skámynnti) skiptir Póllandi milli sona sinna, greinilega með það fyrir augum að styrkja einingu landsins. Þess í stað olli skiptingin samkeppni sem gerði Pólland að auðveldari bráð fyrir ýmsa erlenda innrásarheri.
1320. Pólska ríkið sameinað aftur.
1333 – 1370. Pólland verður pólitísk og menningarleg heild undir stjórn Kazimierz III Wielki (Kasimir hins mikla). Borgin Krakow blómstrar sem höfuðborg.
1364. Háskóli er stofnaður í Krakow, einn af elstu háskólum í Evrópu.

Jagiellonian konungsættin 1382-1572
1382. Hinn 10 ára gamla Jadwiga tekur við pólsku krúnunni. Pólland myndar bandalag með hinu heiðna Litháen þegar hin unga Jadwiga giftist Jagiello hertoga af Litháen. Jagiello tekur kristni, verður Wladyslaw II Jagiello og ríkir frá 1386-1434. Sambandið víkkar landamæri Póllands verulega og myndar bandalag við Litháen sem entist í 400 ár.
Á þessu tímabili eru mörg stríð háð við ýmsa óvini. (germanskir riddarar, Tatarar, Rússar, Tyrkir). Samt sem áður blómstraði landið efnahagslega, menningarlega og andlega.
Efitr 1500. Endurreisnin kemur til Póllands. Pólska verður aðaltungumálið í stað latínu. Bókmenntir, menning og byggingarlist blómstra.
1543. Nikulás Kópernikus (Nikolaj Kopernik) gefur út „Um snúning himinhvolfsins,“ með þeirri tilgátu að jörðin snúist um sólina.
1569. Pólska þingið, Sejm, sameinar Pólland og Litháen í eitt ríki. Konungaröðin byggist nú á kosningu þingsins og útlendingar koma einnig til greina. Ákvörðunin hafði hörmulegar afleiðingar fyrir Pólland og á tímabili konunglega lýðveldisins voru aðeins fjórir af ellefu konungum fæddir Pólverjar.

Konunglega lýðveldið 1572-1795
1573. Sejm (þingið) tryggir jafnrétti trúarbragða. Rómversk kaþólskir, gyðingar, mótmælendur, kristnir réttrúnaðarmenn og múslímar búa allir í friði í Póllandi.
1596-1609. Höfuðborg Póllands verður Varsjá í stað Krakow.
1655-60. Það er kallað syndaflóðið þegar Svíþjóð ræðst inn í Pólland með hjálp Tartara og Kósakka úr austri. Pólland er í raun eyðilagt því borgir eru brenndar og rændar. Íbúum fækkar úr 10 í 6 milljónir vegna stríðs, hungursneyðar og farsóttar.
1674-96. Þetta tímabil er ríkistími Jan III Sobieski sem var afbragðsgóður heforingi. Herir hans unnu marga sigra yfir Tyrkjum.
Eftir 1700. Hinir 3 voldugu nágrannar Póllands, Rússland, Prússland og Austurríki vilja hver fyrir sig komast yfir Pólland. Þetta er ómögulegt án þess að eiga á hættu að hefja stríð hver gegn öðrum. Að lokum semja þeir um ágreiningsefni sín með því að skipta Póllandi á milli sín í þrem áföngum.
1791. Eftir að fyrsta skiptingin leiðir til nokkurra umbóta er samþykkt stjórnarskrá, kölluð Stjórnarskrá 3. maí. Hún er annað ritaða skjalið sem dregur upp ábyrgð ríkisstjórnar (stjórnarskrá Bandaríkjanna er það fyrsta). Katrín mikla í Rússlandi ræðst inn í Pólland og brýtur niður hið nýfundna lýðræði.
1793. Eftir aðra skiptinguna taka Rússar og Prússar helminginn af því sem eftir er af Póllandi.
1794. Tadeusz Kosciuszko, hershöfðinginn frægi sem hjálpaði til við að vinna Amerísku byltinguna, byrjar uppreisn fyrir sjálfstæði Póllands en hún er ekki nógu sterk til að sigra Rússana.
1795. Þriðja skiptingin skiptir afganginum af Póllandi. Opinberlega er Pólland ekki til næstu 123 árin.
Eftir 1870. Rússland reynir að uppræta pólska menningu og gerir rússnesku að opinberu máli rússneska hlutans. Prússar gera það sama í þeirra hluta Póllands og reyna að gera landið þýskt. Í austurríska hlutanum er galisískum Pólverjum leyft að halda nokkru sjálfstæði.
Eftir 1890. Mikill fjöldi Pólverja fer vestur um haf vegna fátæktar. Fram að fyrri heimsstyrjöldinni fara um 4 af 22 milljónum Pólverja til Bandaríkjanna.

Heimsstyrjöldin fyrri, 1914-18
Pólland verður einn helsti vígvöllurinn því löndin þrjú sem skipu landinu á milli sín eru í stríði hvert við annað. Vegna þess að ekkert opinbert pólskt ríki er til er enginn pólskur her. Pólverjar eru neyddir í heri Rússlands, Þýskalands Austurríkis og þvingaðir til að berjast hver gegn öðrum. Pólverjar sem flutt hafa til Ameríku ganga í Her Hallers í Frakklandi til að berjast fyrir land sitt.
11. nóvember 1918. Pólland verður sjálfstætt að styrjöldinni lokinni. Landið er í rúst eftir stríðið. Um það bil ein milljón Pólverja féll. Það þarf að endurreisa allar pólskar stofnanir því nú myndar landið þjóð enn einu sinni. Opinber landamæri eru ekki sett niður fyrr en 1923.
1919. Versalasamningurinn úthlutar Póllandi vestur Prússland svo landið fékk aðgang að Eystrasalti.
1919-20. í Pólsk-Sovéska stríðinu sigraði her Jósefs Pilsudski Rússa. Pólland fær vestur Úkraínu og Hvítarússland.
1926. Pilsudski gerist einræðisherra Póllands. Þrátt fyrir það kemst jafnvægi á efnahagslífið og menningin hélt áfram að blómstra.
Eftir 1930. Pólland undirritar griðasáttmála við Þýskaland og Sovétríkin. Það kemur brátt í ljós að sáttmálarnir eru gagnslausir.
23 August 1939. Þýskaland og Rússland gera griðasáttmála og Stalín og Hitler hyggjast skipta Póllandi einu sinni enn.

Heimsstyrjöldin síðari 1939-45
September 1939. Hitler ræðst inn í Pólland 1. september. 17 september ráðast Sovétríkin inn í austur Pólland. fjöldahandtökur og aftökur hefjast og fólk er sent í útlegð.
June 1941. Hitler ræðst á Sovétríkin og Pólland er áfram undir nasistastjórninni næstu þrjú árin. Margir Pólverjar eru sendir í þrælkunarbúðir. Pólskir menntamenn eru teknir af lífi og nasistar hafa uppi áætlanir um að útrýma pólskum Gyðingum algerlega. Flestir þeirra og margir sem ekki eru Gyðingar deyja í dauðabúðunum sem settar eru upp um allt Pólland, í Maidanek, Birkenau og Oswiecim (Auschwitz). Þjóðverjar útrýmdu nær öllun hinum þrem milljónum Gyðinga í Póllandi ásamt Gyðingum frá öðrum löndum.
April 1943. Uppreisnin í fátækrahverfum Varsjár er stærsta einstaka andófsaðgerðin og misheppnaðist með sorglegri hætti en aðrar.
1944 – 1945. Rússneski Rauði herinn er sigursæll gegn Þjóðverjum. Rússar settu á fót kommúnistastjórn fyrir Pólland í Lublin. Í febrúar 1945 hittust fulltrúar Rússa, Bandaríkjanna og Bretlands á Yalta fundinum og samþykktu að hafa Pólverja áfram undir rússneskri stjórn.
Í stríðslok voru yfir 6 milljónir Pólverja dánir, um það bil 20% af íbúafjölda Póllands fyrir stríð.
1956. Verkföll iðnverkamanna brjótast út í Poznan. Þau voru tilraun til að fá „brauð og frelsi“ frá Sovétveldinu. í október var kosin umbótastjórn án samþykkis frá Moskvu. Þetta fáheyrða andóf varð til þess að Khrushchev kom í heimsókn og miklum herstyrk var safnað saman við pólsku landamærin.
1956 – 1970.
Pólland nær nokkru innra sjálfstæði undir Sovétveldinu. Það mikilvægasta var að kirkjan hélt velli og blómstraði jafnvel í andstöðu við sovéska kúgun. Póllandi tekst að endurbyggja járn og námuiðnað sem hafði verið lagður í rúst í stríðinu. Þó tekst ekki að ná mannsæmandi lífskjörum.
1978
Karol Wojtyla, erkibiskup í Krakow, er kjörinn páfi. Hann tók upp nafnið Jóhannes Páll II og er fyrsti páfinn í nærri 500 ár sem ekki er ítalskur.
1980. Verkföll og uppþot aukast þegar efnahagurinn hrynur. VIð Lenin skipasmíðastöðina í Gdansk kemst ríkisstjórnin að samkomulagi við verkamennina. Þeir mega skipuleggja sjálfstæð stéttarfélög sem kölluð voru Solidarnosc, eða Samstaða. Foringi verkfallsmanna, Lech Walesa, er kosinn leiðtogi Samstöðu og í nóvember er búið að skipuleggja 60% af pólsku vinnuafli. Samstaða verður smátt og smátt að sterkri, friðsamlegri, félagslegri og pólitískri hreyfingu.
1981. Í desember er lýst yfir herlögum. Samstaða er leyst upp.
1982. Ríkisstjórnin leysir Samstöðu upp formlega. Framfærslukostnaður hækkar um meira en 100% á árinu.
1983. Herlög afnumin.
1989. Samstaða endurreist í apríl .
1990. Verðlag hækkar um 250% en tekjur lækka um 40%. Lech Walesa sigrar í fyrstu alfrjálsu kosningunum í nóvember. Stjórn hans veldur vonbrigðum þar sem engin efnahagsleg kraftaverk verða og pólitískum öflum tekst ekki að koma á stöðugleika.
1997.
Þjóðþing Póllands tekur upp nýja stjórnarskrá.
Í dag heldur Pólland áfram að auka alþjóðlegt traust og er aðili að NATO og Evrópusambandinu.