Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼

Staðsetning og heiti ☼myndir frá Noregi☼
Noregur er í Norður Evrópu og liggur að Norðursjó og Norður Atlantshafi en á landamæri að Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi.
Landið er 324.220 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Kongeriket Norge / Konungsríkið Noregur.
Stutt heiti: Norge / Noregur.

Hvaðan koma börnin?
Tómas kom frá ☼Alta☼

Landsveffang
Landsveffangið er: .no
Notendur Internetsins: 2,288 milljónir (2002).
☼Norwaves☼ Flottur vefur um Noreg á 16 tungumálum.

Vefur um Noreg í stuttu máli á ensku ☼brosjyrer/norway☼
„Sons of Norway“ eru stærstu félagasamtök Norðmanna utan Noregs. Félagar eru nærri 65,000 í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi. Samtökin hafa á stefnuskrá að leggja rækt við norskan arf og menningu en reka auk þess umgfangsmikla tryggingastarfsemi.
Vefur: ☼Sons of Norway☼

Höfuðborg  ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Osló.

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 7. júní 1905 lýstu Norðmenn því yfir að sambandi þeirra við Svía væri lokið. Svíar samþykktu það 26. október 1905.
Þjóðhátíðardagur: Stjórnarskrárdagurinn 17. maí er Danir létu af stjórn yfir Norðmönnum og landið gekk í ríkjasamband við Svíþjóð.
Stjórnarfar: Stjórnarskrárbundið konungdæmi.
Löggjöf: Blanda af hefðarrétti, borgararétti, og fordæmisrétti.

Sendiráð Noregs á Íslandi:
Fjólugötu 17, 101 Reykjavík, 520 0700.
Opið 09:00 – 16:00 mán. – fös.
Bréfsími: 354- 552 9553

Fjöldi íbúa (júlí 2004)
Íbúafjöldi er: 4.574.560.
Lífslíkur við fæðingu: 79,25 ár. (Karlar 76,64 ár, konur: 82,01 ár)
Ungbarnadauði: 3,73 börn deyja af 1000 fæddum.
Frjósemishlutfall er 1,78 börn fædd á hverja konu.
Aldursdreifing: 0-14 ára: 19.8%. 15-64 ára: 64,4%. 65 ára og eldri: 14,8%.
Þjóðernishópar
Norðmenn, og Samar en þeir eru um 20.000. ☼koas.no/indexE.html☼ Hér má skoða vef um Sama.
Norðmenn eru þjóðernislega einsleitir. Fyrir utan nokkur þúsund Sama sem komu á svæðið fyrir meira en 10.000 árum, líklega frá mið Asíu, og fólk af finnskum uppruna, eru engir áberandi minnihlutahópar. Nokkur fjöldi Dana, Svía, Breta, Pakistana, Bandríkjamanna og Írana býr í landinu.
Á síðustu árum hefur verulega fjölgað erlendum verkamönnum, innflytjendum og flóttamönnum víða að úr heiminum. Innflytjendur eru nú nærri 300.000 og sumir hafa fengið norskan ríkisborgararétt.

Trú
Lúterstrúar 86% (ríkiskirkja), mótmælendur og kaþólskir 3%, aðrir 1%. Utan safnaða 10% (1997).
Þótt Evangelisk lútersk kirkja sé ríkiskirkja er algert trúfrelsi í landinu.

Tungumál ☼norska☼
Norska (opinbert mál). Tvö snið norskunnar eru viðurkennd sem jafnrétthá. Hið eldra, „Bokmål“ er talað af um 80% skólabarna, 20% tala nýnorsku. Samar í norður Noregi tala samísku.

Siðir og venjur
Norðmenn eru oft taldir óformlegir og óhátíðlegir en frekar hlédrægir og nátengdir umhverfi sínu og náttúru.
Saga landsins er fjölskrúðug en lítið er um sögulega stórviðburði. Náttúran hefur mótað þjóðareinkennin og gætt Norðmenn því þolgæði sem talið er sterkasta einkenni þeirra. Vegna ríkulegra auðlinda hefur Noregur lengi verið iðnaðarþjóð. Norðmenn voru ein fyrsta þjóðin til að útrýma ólæsi.
Flest hjón telja sig búa við jafnrétti. Þegar barn fæðist getur faðirinn tekið fjögurra vikna fæðingarorlof og móðirin tólf, til að hugsa um barnið. Þó hefur hjónaskilnuðum fjölgað síðasta áratuginn.
Konur vinna yfirleitt utan heimilis og vinna einnig heimilisstörf. Þær hafa sterka stöðu í stjórnmálum. Þær hafa 40% af þingsætum og eru 45% vinnuaflsins.
Venja er að heilsast með handabandi en nánir vinir faðmast og láta kinnar snertast eftir handabandið. Algengasta hversdagskveðja er „Morn“ (Morgunn) og það er sama á hvaða tíma dagsins það er.
Venjulega eru nánir vinir ávarpaðir með skírnarnnafni. Það þykir ókurteisi að hafa hendur í vösum frammi fyrir stórum hópi. Óviðeigandi þykir að japla á tyggigúmmíi á almannafæri eða á vinnustað. Í almenningsfarartækjun standa menn yfirleitt upp fyrir konum og eldra fólki.
Norðmenn eyða miklum tíma, um 5 tímum á dag, í ýmsa fjölmiðla, dagblöð, internetið, tímarit, útvarp, bíó og sjónvarp. Norðmenn hafa fleiri blöð, einkum héraðsblöð en flest önnur lönd í heiminum.
Í Noregi er almennt eftirlaunakerfi.

Norskur jólavefur ☼nrk.no/blafjell/☼
á norsku
Jól í Noregi ☼santas.net/norwegianchristmas.htm☼ á ensku

Fjölmiðlar
☼dagbladet.no/☼ dagblað á norsku
☼nationen.no☼  dagblað á norsku
☼aftenposten.no☼ dagblað á norsku
☼The Norway Post☼ dagblað á ensku
☼radionorway/index.html☼ Útvarp Noregur
☼radiotango.no/☼ útvarp á norsku
☼http://www.tv2.no/☼ sjónvarp á norsku

Tónlist og kvikmyndir
Þótt Noregur sér nútímalegt iðnaðarsamfélag halda Norðmenn fast í hefðir. Það er helst á Balkanskaganum, að hægt er að finna í Evrópu þjóðlagatónlist, sem þrífst jafn vel og óspillt við nútímaaðstæður. Síðustu tuttugu árin hefur verið mikil endurreisn þjóðlagatónlistar. Yngra fólk hefur lært af eldri kynslóðunum og hefur endurtúlkað tónlistina og útsett hana á nýjan hátt.
☼http://lista.vg.no/☼ Norskur tónlistavefur

Vefur Secret Garden ☼ecretgarden.no/lowband/intro.html☼ sem er vinsæl hljómsveit í Noregi.
☼a-ha.com/frames/a-ha.php☼ Vefur hljómsveitarinnar A-ha.
☼mortenabel.com/☼  Vinsæll norskur söngvari, Morten Abel
Kvikmyndir í Noregi eru undir eftirliti hvað varðar ofbeldisinnihald og að nokkru leyti kynlíf. Kvikmyndir eru ríkisstyrktar en þær eru yfirleitt færri en tíu á ári.
☼nfi.no/hovedside.html☼ Norska kvikmyndastofnunin

Líf barna
Hér eru ☼myndir☼ af börnum í Noregi.
Börn í Noregi hafa greiðari aðgang að internetinu en í nokkru öðru landi í heiminum. 92% allra barna milli 7 og 18 ára geta tengst netinu.
☼barnlandet.se/info/☼ Hér er vefur þar sem lesa má lifandi bækur
☼norsk-barneblad.no☼ barna tímarit
☼juniorlinken.com☼

☼nrk.no/kanal/nrk1/topp_20☼ Tónlistarvefur Topp 20
☼barnekroken.no☼ vefur fyrir 7-11 ára börn
☼kidlink.org/KIDCAFE-NORDIC☼☼
☼vg.no/spesial/ung2000☼ Norsk ungmenni skrifa dagbækur

Skólar
Læsi miðað við íbúa 15 ára og eldri: 100%.
Skólakerfið: Menntun er ókeypis allt upp í gegnum háskólastig og skólaskylda er á aldrinum 6 til 16 ára. Mikil áhersla er lögð á gæði kennslunnar og Norðmenn stefna að því að menntakerfi þeirra sé á við það besta í heiminum bæði hvað varðar breidd og akademísk gæði
Fjölgun innflytjenda hefur orðið til þess að nemendum sem tilheyra tungumálaminnihluta hefur fjölgað. Það er breið pólitísk samstaða um að koma til móts við þarfir þessa hóps. Nemendur sem tilheyra slíkum minnihlutahópum eiga að fá þá kennslu sem þarf til að þeir geti aflað sér menntunar og náð starfsframa. Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur verið komið á samstarfi um kennslu nemenda úr tungumálaminnihlutahópum.
Íþróttir
Norðmenn hafa verið á skíðum í þúsundir ára. Á nítjándu öld var skíðaiðkun viðurkennd sem íþróttagrein.
Flestir Norðmenn eru virkir í líkamsrækt. Nærri allir Norðmenn geta staðið á skíðum og börn læra það frá unga aldri. Noregur er ein af helstu miðstöðvum heimsins fyrir skíðaíþróttina.
Margir Norðmenn stunda einnig íþróttir eins og skautahlaup, róður, siglingar og knattspyrnu. Norðmenn skipuleggja knattspyrnumót fyrir ungt fólk sem kallast Norway Cup.
Stangveiðar eru líka vinsælar.
☼norway-cup.no/t2.asp☼ Vefur um fótbolta
☼skiinfo.no/☼ Vefur um skíðaíþróttina

Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼norsku☼ ☼ensku☼
Hvaða matur er norskur? 65% Norðmanna mundi svara kjötkaka, 36% lambakjöt og kál og 23% mundu segja þorskur.
Fersk bakað brauð er hversdagskostur. Brauð er einnig mikill hluti af hádegisverði. Á laugardögum er hafragrautur venjulega borðaður í hádegismat.
Norðmenn hafa lengi verið fiskveiðiþjóð og sjávarfang er mikilvæg fæða.
Elgir og önnur hjartardýr finnast víðast um landið. Fasanar eru oft á haustmatseðlinum og einnig lambakjöt.
Mjólk er mikilvæg í norskri matargerð og mikið er borðað af súrmjólk, osti og brúnum geitaosti. Af grænmeti er kál, kartöflur og baunir algengast. Þunnt hrökkbrauð er borðað með sumum mat.
Norðmenn borða venjulega fjórar máltíðir á dag en til sveita eru fimm máltíðir algengar.
Börnum er kennt að þakka fyrir matinn.

Tíska í Noregi
☼dale.no☼ Vefsíða sem kynnir hönnun „Dale-garn.“
☼norwaymall.com/☼ Hér má skoða norskan tískuvef á ensku
Í Noregi er löng hefð fyrir fjölbreyttum og litríkum þjóðbúningum. Norðmenn vilja halda hefðinni við og hafa fengið verðlaunahönnuðina Solveig Hisdal og Torunn Valland Sekse til að hanna fatalínu sem er að nokkru byggð á þessum gömlu þjóðbúningum.

Listir ☼pluto.no/☼ listavefur
Norðmenn leggja rækt við menningarhefðir sínar og algengt er að sjá fólk klæðast þjóðbúningum við brúðkaup og önnur hátíðleg tækifæri. Þjóðdansar, söngur og sagnalist eru einnig vinsæl.
☼folkogdans.no/☼
Noregur hefur átt marga mikla listamenn eins og málarann Edvard Munch, tónskáldið ☼Edvard Grieg☼ , myndhöggvarann Gustav Vigeland og leikskáldið ☼Henrik Ibsen☼ Þrír Norðmenn hafa fengið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum: Bjornstjerne Bjornson, Sigrid Undset og Knud Hamsun.
☼nerdrum.com/☼ vefur málarans Odd Nerdrum

Veðurfar ☼veðrið í Noregi í dag☼
Loftslag er temprað með ströndum fram, mildað af straumum Norður Atlantshafs, kaldara inni í landi með meiri úrkomu og kaldari sumrum. Vetur eru kaldir. Úrkomusamt er árið um kring á vesturströndinni.

Yfirleitt eru kaldari vetur og heitari sumur á láglendinu sunnantil en á strandsvæðunum. Úrkoma dreifist jafnt yfir árið og oft snjóar inni í landi yfir veturinn. Í nyrsta hluta landsins sem nær norður fyrir heimskautsbaug er stöðug dagsbirta um miðsumar og rökkur allan daginn um hávetur.
Noregur er eitt af fáum löndum þar sem raunverulega eru fjórar árstíðir. Það þýðir þó ekki að Norðmenn geti ekki stundað útivist árið um kring. Fjölbreytt náttúran þurrkar út mörkin milli árstíða.

Landslag ☼landslagsmyndir☼
Jöklar, mest hásléttur og hrikaleg fjöll, skorin frjósömum dölum, litlum, dreifðum sléttum, strandlengjan mjög vogskorin. Heimskautafreðmýrar nyrst.
Hæsti tindur: Galdhopiggen 2.469 m.

Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: olía, kopar, jarðgas, brennisteinskís, nikkel, járngrýti, sink, blý, fiskur, timbur, rafmagn.
ræktanlegt land: 2,87%.
varanleg uppskera: 0%.
annað: 97,13%. (2001)
Umhverfismál: Vatnsmengun, súrt regn sem hefur áhrif á skóga, vötn og fiskistofna. Loftmengun frá ökutækjum.

Dýralíf ☼myndir☼
Þjóðardýr Norðmanna er elgurinn. Hann er stærsta spendýr í Noregi og er víða um landið. Elgir lifa aðallega á grasi, laufum, berki og öðrum plöntum.
Þjóðarfugl Norðmanna er fossbúi, frekar lítill fugl sem lifir á lirfum og plöntum sem hann finnur í ám og fossum.  Hann kafar eftir mat sínum og getur verið í vatni allt að mínútu. Um 240 fuglategundir verpa í Noregi.
Elgir og dádýr eru í skógunum  en hreindýr eru á hásléttunum. Sauðnaut, innflutt frá Grænlandi eru upp til fjalla. Birnir, úlfar, gaupur og jarfar eru friðuð dýr að lögum. Aftur á móti er refurinn veiddur allsstaðar. Bjórar og otrar eru í sumum ám.

Ógnir náttúrunnar
Skriður og snjóflóð.
Noregur er í braut fellibylja sem koma yfir Norður Atlantshaf og valda miklum umhleypingum.

Atvinnulíf
Landbúnaður: rúgur, hveiti, kartöflur, svína- og nautakjöt, kálfakjöt, mjólk, fiskur.
Iðnaður: olía og gas, matvælaiðnaður, skipasmíðar, pappírsframleiðsla, málmiðnaður, efnaiðnaður, timbur, námugröftur, vefjarefnaiðnaður, fiskveiðar.
Útflutningur: olía og olíuvörur, , vélar og tæki, málmar, efnavörur, skip, fiskur.
Atvinnuleysi: 4,7% (2003)
Undir fátæktarmörkum: ekki skráð.

Peningar
Gjaldmiðill: Norsk króna (NOK).
Fjárhagsár: almanaksárið.