Eþíópískur matur er borinn fram með injera, þunnu, svampkenndu brauði sem notað er til að skófla upp margvíslegum réttum.
Um sögu INJERA brauðsins ☼http://www.wube.net/ingera.html☼
INJERA Brauð Eþíópíu
Magn: 5 pönnukökur, 9 þumlungar í þvermál.
Hráefni:
1 bolli pönnukökublanda úr bókhveiti
1 bolli kexblanda
1 egg
Bætið við:
1 matskeið olíu
1-2 bollum af vatni svo auðvelt sé að hella soppunni.
Hitið 10 þumlunga steikarpönnu eða pönnukökupönnu upp í miðlungshita sem er jafn um alla pönnuna. Látið pönnuna ekki hitna of mikið.
Penslið 1/2 teskeið af olíu á pönnuna.
Setjið soppuna í mælikönnu með stút eða stóra rjómakönnu.
Hellið soppunni á heita pönnuna í þunnri bunu. Byrjið yst og hellið í hringi réttsælis inn að miðju. Takið pönnuna af hitanum um leið og blandan kraumar jafnt yfir allt. Pönnukökurnar ættu að vera 9 þumlungar í þvermál.
Setjið pönnuna í ofn við 325′ F í um það bil eina mínútu þangað til kakan er þurr að ofan en ekki brún.
Látið pönnukökurnar fimm skarast svo þær þeki fullkomlega fimmtán þumlunga bakka. Þannig er komið injera.
SEGA WAT
Eþíópískt lambakjöt, 8 skammtar
Notið 2 pund af lambalæri og 1 bolla af söxuðum lauk.
Við það bætist:
100 g. smjör eða ólífuolía
1/2 teskeið cayennepipar
1 teskeið paprika
1/2 teskeið svartur pipar
1/4 teskeið engifer
Blandið kryddinu við laukinn.
Bætið við:
1 bolla af vatni.
Skerið kjötið í 1/2 þumlungs ferninga, vatninu er ekki bætt við, kjötið er snöggsteikt á öllum hliðum þangað til það er vel þurrt og steikt.
Setjið 1/4 bolla af sítrónusafa út í tvo bolla af vatni. Setjið kjötið í blönduna í 10 mínútur.
Þurrkið vatnið af hverjum bita af kjötinu.
Setjið lambakjötið í laukblönduna og hrærið saman. Setjið lok yfir.
Látið krauma við vægan hita þangað til kjötið er meyrt.
Bætið við vatni er með þarf, svo áferð pottréttar fáist (eða, ef Wat-rétturinn er of vatnskenndur má þykkja hann með 2 matskeiðum af hveiti sem leyst er upp í 3 matskeiðum af vatni).
Bætið við 8 flysjuðum og harðsoðnum eggjum fáeinum mínútum áður en rétturinn er borinn fram.
Linsubaunasalat
(Yemiser Selatta)
1/2 pund þurrkaðar linsubaunir
3 matskeiðar rauðvínsedik
3 matskeiðar ólífuolía
1 teskeið salt
svartur pipar
3 lauf hakkaður hvítlaukur
2 hökkuð jalapenos, með afskorinn legg og fræin tekin úr.
Hreinsið linsubaunirnar í sigti undir rennandi vatni. Setjið þær svo í sjóðandi vatn svo tveir þumlungar séu niður á baunirnar. Látið baunirnar krauma í 30 mínútur. Sjóðið ekki of lengi. Látið renna vel af þeim og setjið til hliðar.
Setjið saman edikið, olíuna, saltið og svarta piparinn í djúpa skál. Blandið vel. Bætið við baununum, hvítlauknum, og jalapenos og blandið mjúklega. Látið bíða í að minnsta kosti hálftíma áður en borið er fram.